Nýjasta nýtt - 18.11.2011

Skýrr kaupir Thor Data Center

Skýrr hefur keypt 100% hlutafjár í gagnaverinu Thor Data Center, sem starfrækt er í Hafnarfirði.

Skýrr hefur keypt 100% hlutafjár í gagnaverinu Thor Data Center, sem starfrækt er í Hafnarfirði. Stærsti viðskiptavinur Thor Data Center er norski hugbúnaðarrisinn Opera Software. Fjárfestingin er gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun.

"Skýrr er í dag norrænt upplýsingatæknifyrirtæki með 1.100 starfsmenn í fjórum löndum. Við höfum lengi hugað að uppbyggingu gagnavers hér á landi, enda mikil sóknarfæri á þessu sviði á erlendum mörkuðum og þar búum við að eigin söluneti í Noregi og Svíþjóð. Högunin í uppbyggingu Thor Data Center kallast Tier3+,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.

„Hjá Thor Data Center hefur verið unnið mikið frumkvöðlastarf hvað snertir markaðssetningu Íslands sem umhverfisvæns valkosts fyrir viðskiptavini gagnavera. Hjá Thor Data Center er frábært starfsfólk með mikla þekkingu á uppbyggingu og högun gagnavera. Verkefni gagnavera eins og Thor Data Center geta skapað þjóðinni miklar gjaldeyristekjur, sem hlýtur að vera mikilvægt atriði fyrir uppbyggingu atvinnulífsins alls. Við erum afar stolt af þessari góðu viðbót í Skýrr-fjölskylduna," bætir Gestur við.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.