20.05.2021

Spjallmennalausn Advania stenst kröfur ríkisins

Spjallmenni með gervigreind hafa reynst opinberum stofnunum öflug leið til að bæta þjónustu sína. Spjallmennin starfa sem stafrænir aðstoðarmenn og geta veitt fólki upplýsingar og ýmsa aðstoð með netspjalli.

Spjallmenni með gervigreind hafa reynst opinberum stofnunum öflug leið til að bæta þjónustu sína. Spjallmennin starfa sem stafrænir aðstoðarmenn og geta veitt fólki upplýsingar og ýmsa aðstoð með netspjalli.

Tómas Gunnar Thorsteinsson, söluráðgjafi hugbúnaðalausna Advania, skrifar:

Nýverið hélt Ríkiskaup útboð þar sem auglýst var eftir aðilum sem geta boðið upp á spjallmenni og tengda sérfræðiþjónustu fyrir ákveðin hluta ríkisstofnanna. Advania tók þátt í útboðinu með Boost.ai spjallmennalausninni. Lausnin stóðst kröfur og var samþykkt. Nú geta ríkisstofnanir sem leitast eftir spjallmennaþjónustu valið Advania og Boost.ai í gegnum Gagnvirkt innkaupakerfi (DPS).

Aukin áhersla hefur verið lögð á að hið opinbera veiti skilvirka og stafræna þjónustu. Með Stafrænu Íslandi hafa gríðarmörg framfaraskref verið stigin í þá átt. Spjallmenni með gervigreind hafa reynst opinberum stofnunum öflug leið til að bæta þjónustu sína. Spjallmennin starfa sem stafrænir aðstoðarmenn og geta veitt fólki upplýsingar og ýmsa aðstoð með netspjalli.

Advania hefur aðstoðað meðal annars Menntasjóð Námsmanna, Vinnumálastofnun, Ferðamálastofu, Stafrænt Ísland og Sýslumenn við innleiðingu á spjallmennum frá Boost.ai. Fjölmargar erlendar ríkisstofnanir nýta sér einnig spjallmennalausn Boost.ai svo sem Skatturinn í Finnlandi, norska vinnumálastofnunin, póstþjónustan og yfir 90 sveitarfélög á Norðurlöndunum.


Betri þjónusta

Spjallmenni stytta biðtíma fólks sem leitast eftir þjónustu stofnana enda fær það svör samstundis. Þau veita þjónustu allan sólarhringinn, allan ársins hring og geta svarað flestum algengum spurningum um þjónustu stofnana. Þegar spjallmennið fær fyrirspurn sem það ekki skilur, býður það uppá samband við ráðgjafa. Samkvæmt tölfræði frá Boost.ai virðast spjallmennin geta leyst allt að 70%-97% mála sjálf án þess að vísa fólki á ráðgjafa.

Álag á stofnanir vegna símtala og tölvupósta hafa minnkað töluvert með hjálp spjallmenna en dæmi eru um að símtöl til stofnanna hafa fækkað um 30%.

Ekki nóg með að spjallmenni geta veitt svör við spurningum heldur getur það líka hjálpað við útfyllingu umsókna og eyðublaða. Hægt er að framkvæma flóknari aðgerðir í gegnum spjallið þegar notandinn skráir sig inn með rafrænum skilríkjum, t.d. ganga frá pöntunum, hækka heimild, frysta aðgang o.fl.

Ekki er alltaf auðvelt að vita við hvaða ríkisstofnun maður á að hafa samband við til að leysa ákveðin mál. Ein leið til að tækla þetta er hægt að setja upp svokallað Spjallmennanet (Virtual Agent Network) sem Finnska Útlendingastofnunin, Skatturinn og Hugverkastofa gerði. Þetta gerði það að verkum að þegar manneskja fer inn á vefsíðuna hjá Útlendingastofnun og spyr spjallmennið út í skattamál verður honum gefið beint samband í sama glugga við spjallmennið hjá Skattinum. Sama á við Hugverkastofu.

Spjallmenni svarar spurningum um andlega heilsu

Spjallmenni geta einnig veitt aðstoð um heilbrigðismál og má þar nefna spjallmennið Milli sem var hannað fyrir Háskólasjúkrahúsið í Helsinki. Tilgangur Milli var að svara spurningum um þunglyndi, kvíða og andlega heilsu. Notendur eru leiddir í gegnum spurningar um þeirra líðan og einkenni og út frá svörunum er þeim bent á viðeigandi sérfræðinga. Þessi lausn vann til verðlauna frá Sérkennslusamtökunum í Finnlandi árið 2019. 


Metnaður íslenskra ríkisstofnana

Ljóst er að íslenska ríkið hefur háleit markmið á sinni stafrænu vegferð og spjallmenni eru þar tilvalin til að færa opinbera þjónustu inn í stafræna heima. Það er ánægjulegt að finna fyrir þeim jákvæðu viðbrögðum sem notendur spjallmenna hafa sýnt, enda netspjall oft fyrsti valkostur ungs fólks til að eiga samskipti við fyrirtæki og stofnanir.

Ef þú vilt fá ókeypis ráðgjafafund um boost.ai spjallmenni geturðu bókað tíma hérna 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.