Nýjasta nýtt - 07.06.2012

Stækkun gagnaversins Advania Thor Data Center

Advania hefur fengið vilyrði hjá Hafnarfjarðarbæ fyrir tvöföldun á núverandi lóð fyrirtækisins.

Advania hefur fengið vilyrði hjá Hafnarfjarðarbæ fyrir tvöföldun á núverandi lóð fyrirtækisins við Helluhraun þar sem gagnaverið Advania Thor Data Center stendur. Eftir fyrirhugaða tvöföldun verður gagnaverið tæplega 6 þúsund fermetrar að stærð. Jafnframt hefur Advania fengið vilyrði fyrir 30 þúsund fermetra lóð skammt frá þar sem framtíðaráform eru um að reisa annað gagnaver, allt að 20 þúsund fermetrar á stærð með 10 metra lofthæð.

ÁNÆGJULEGT SAMSTARF

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir uppbyggingu Advania á gagnaveri í landi bæjarins fara ákaflega vel saman við markmið sveitarfélagsins um fjölbreytta, atvinnuskapandi starfsemi. Hann fagnar samstarfinu við fyrirtækið. "Við erum hreykin af því að eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki Norðurlanda telji að mikilvægum þætti í starfsemi þess sé best borgið í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Rúnar.

GRÆNT GAGNAVER

“Advania er í dag 1.100 manna upplýsingatæknifyrirtæki með 20 skrifstofur í 4 löndum: Íslandi, Lettlandi, Noregi og Svíþjóð. Viðskiptavinir Advania eru um 10 þúsund talsins um víða veröld. Með því að nýta hið einstaka loftslag og náttúrulegu auðlindir hér á landi, er Advania Thor Data Center nokkuð álitlegur kostur fyrir alþjóðleg fyrirtæki, sem eru að leita að grænu gagnaveri með hagkvæma og áreiðanlega þjónustu,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania, sem gagnaverið tilheyrir.

VÖXTUR TIL FRAMTÍÐAR

“Með þessum vilyrðum frá Hafnarfjarðarbæ höfum við hjá Advania tryggt okkur vaxtarrými fyrir gagnaverið til langtíma við kjöraðstæður. Gagna- og orkuleiðir til og frá svæðinu í Kapelluhrauni verða eins og best verður á kosið þegar svæðið er að fullu komið í gagnið. Hraði uppbyggingarinnar til framtíðarinnar ræðst þó fyrst og fremst af viðtökum erlendra viðskiptavina, en við erum sannast sagna nokkuð bjartsýni á gott gengi í þeim efnum og nýtum þar öflugt útibúanet okkar á Norðurlöndum,” segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.



Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.