Nýjasta nýtt - 18.09.2012

Svanur semur við Advania

Norræna umhverfismerkið Svanurinn hefur gengið til samstarfs við Advania.

Norræna umhverfismerkið Svanurinn hefur gengið til samstarfs við upplýsingatæknifyrirtækið Advania um samþættan rekstur á tækniumhverfi Svansins á Norðurlöndum.

Í góðum höndum hjá Advania

„Svanurinn hefur um 130 starfsmenn í fjórum löndum, en það er Umhverfisstofnun sem hefur umsjón með Svaninum á Íslandi. Náið samstarf í tæknimálum hvílir á stoðum gagnkvæms trausts og við erum nú þegar farin að skoða fleiri samstarfsfleti. Við teljum okkur í góðum höndum hjá Advania,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir hjá Umhverfisstofnun.

Samningur um heildræna útvistun og alrekstur

"Um er að ræða heildræna útvistun eða alrekstur, sem færist nú mjög í aukana, enda gefur slík högun fjölmarga kosti til einföldunar og hagræðingar í rekstri. Þungamiðja Svansins er í Svíþjóð og þar í landi getum við boðið upp á fyrsta flokks þjónustuborð með sólarhringsvöktun, en Advania í Svíþjóð hefur um 300 starfsmenn. Sömuleiðis var augljóst að hin græna og endurnýjanlega orka, sem knýr íslenska gagnaverið okkar, Advania Thor Data Center, skipti meginmáli í þessum samningi," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

Svansmerkið er leiðandi umverfismerki á alþjóðavísu 

Svansmerkið er leiðandi umverfismerki á alþjóðavísu, enda nær það yfir alla helstu umhverfisþætti. Yfir 6 þúsund vörumerki bera nú Svansmerkið. Þar af eru íslensk fyrirtæki um 20 talsins.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.