Fréttir - 3.9.2020 10:50:00

Tæklum þetta með tækninni

Haustráðstefna Advania hefur verið haldin árlega í aldarfjórðung. Ráðstefnan er sú elsta sinnar tegundar í Evrópu og einn stærsti tækniviðburður sem haldinn er á Íslandi.

Haustráðstefna Advania hefur verið haldin árlega í aldarfjórðung. Ráðstefnan er sú elsta sinnar tegundar í Evrópu og einn stærsti tækniviðburður sem haldinn er á Íslandi.

Þegar heimsfaraldurinn bankaði uppá á vormánuðum og hróflaði við plönunum okkar um að halda 26. ráðstefnuna í Hörpu, kom aldrei til greina að fresta ráðstefnunni. Þvert á móti. Við þurftum að aðlagast breyttum tímum, tækla þetta með tækninni og færa okkur yfir í stafræna heima. Það sama og við ráðleggjum viðskiptavinum okkar daglega að gera.

Þó að heimsfaraldurinn hafi knúið okkur inn í nýjar aðstæður þá þótti okkur mikilvægt að gefa ekkert eftir þegar kom að skipulagningu, gæði fyrirlestra eða umgjörðinni í kringum ráðstefnuna. Fyrir fastagesti okkar er það orðin ákveðin athöfn að mæta í Hörpu á haustráðstefnudag, ganga upp stigann og sækja sér nafnspjald, spjalla við kunningja, fá sér kaffibolla og sækja innblástur frá fyrirlesurum. Við vildum skapa stafrænan heim sem gæti fangað þessa upplifun að einhverju leyti.

Fyrirlestrum verður streymt í beinni útsendingu frá Norðurljósasal Hörpunnar á ráðstefnuvefinn. Þar má einnig heimsækja sýningarsvæði samstarfsaðila Advania og fylgjast með kynningum á spennandi vörum og lausnum. Yfirskrift ráðstefunar í ár er „Tæklum þetta með tækninni“ og rauði þráðurinn í erindunum er óhjákvæmilega tíðarandinn.

Við höfum fengið frábæra fyrirlesara sem hafa einstaka reynslu af því að halda samfélaginu gangandi og innviðum starfandi á þessum krefjandi tímum. Ráðstefnan er vettvangur til að heyra áhugaverðar reynslusögur og sækja sér innblástur.

Við hlökkum til að taka á móti ráðstefnugestum sem hafa fylgt okkur undanfarin aldrarfjórðung ásamt því að bjóða nýja ráðstefnugesti velkomna. Haustráðstefna Advania er nefnilega ekki bara rafræn í ár, hún er einnig frí og öllum opin.

 


Skráðu þig á ráðstefnuna! 

 

Sjáumst í stafrænunum heimum,

Auður Inga Einarsdóttir, markaðsstjóri Advania 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.