Nýjasta nýtt - 29.9.2017 16:15:00

Takk fyrir frábæra Haustráðstefnu 2017 - SJÁÐU GLÆRURNAR!

Við þökkum gestum Haustráðstefnu Advania 2017 fyrir frábæra ráðstefnu og viljum um leið vekja athygli á efni frá ráðstefnunni fyrir áhugasama.

Haustráðstefna Advania 2017 var haldin í Hörpu, föstudaginn 8. september, en þangað mættu ríflega 1.000 manns. Á ráðstefnunni voru alls 34 erindi um mörg helstu málefnin sem hafa verið í deiglunni undanfarin misseri í upplýsingatæknigeiranum. Það verður verðugt verkefni að setja saman viðlíka ráðstefnu að ári en sú vinna er þegar hafin. Við vonumst til að sjá sem flesta aftur á Haustráðstefnu Advania 2018.

Þó nokkrir fyrirlesarar hafa gefið okkur heimild fyrir því að dreifa glærukynningum sínum frá ráðstefnunni. Því miður getum við ekki dreift upptökum frá ráðstefnunni, en hér að neðan geta áhugasamir nálgast glærurnar sem einstakir fyrirlesarar fóru yfir.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.