Nýjasta nýtt - 24.1.2018 16:27:00

Tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Íslensku vefverðlaunin verða afhent föstudag 26.janúar í Hörpu. Viðburðurinn er uppskeruhátíð vefiðnaðarins þar sem framúrskarandi verkefni á liðnu ári eru verðlaunuð. Tilnefnt er til verðlauna í tólf flokkum og hefur Advania komið að verkefnum í fimm flokkum.

Íslensku vefverðlaunin verða afhent föstudag 26.janúar í Hörpu. Viðburðurinn er uppskeruhátíð vefiðnaðarins þar sem framúrskarandi verkefni á liðnu ári eru verðlaunuð. Tilnefnt er til verðlauna í tólf flokkum og hefur Advania komið að verkefnum í fimm flokkum.

Vefur Þjóðskrár Íslands er tilnefndur sem opinber vefur ársins. Advania sá um viðmót, grafíska hönnun og forritun vefjarins. Vefurinn keyrir á vefumsjónarkerfinu LiSU sem er ein af veflausnum Advania.
Tveir vefir Landsbankans eru tilnefndir til verðlauna. Umræðan er tilnefnd sem efnis- og fréttaveita ársins og farsímavefurinn tilnefndur sem vefkerfi ársins. Advania kom að forritun beggja vefja en þeir keyra báðir á LiSU.

Bæði siminn.is og vodafone.is voru tilnefndir sem fyrirtækjavefir ársins. Advania kom að forritun á vef Símans og sá um forritun á vef og vefverslun Vodafone. Vodafone.is keyrir á LiSU. 

SVEF, Samtök vefiðnaðarins sjá um framkvæmd Íslensku vefverðlaunanna. 7 manna dómnefnd velur þá vefi sem hljóta verðlaunin en í nefndinni situr fagfólk með sérþekkingu og brennandi áhuga á vefmálum.


Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.