Nýjasta nýtt - 06.03.2013

Tveir lúðrar til Advania og Hvíta hússins

Advania fékk á dögunum íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, fyrir bestu ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis og bestu umhverfisauglýsinguna.

Besta ásýnd fyrirtækis og besta umhverfisauglýsing

Advania fékk á dögunum íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, fyrir bestu ásýnd fyrirtækis/vörumerkis og bestu umhverfisauglýsinguna fyrir lágmyndir af þekktum Íslendingum í nýopnaðri verslun Advania við Guðrúnartún 10 í Reykjavík. Íslensku markaðsverðlaunin eru veitt árlega af ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks í samvinnu við SÍA (Samtök íslenskra auglýsingastofa). Auglýsingastofa Advania er Hvíta húsið.

Heiður og viðurkenning

„Það er mikil viðurkenning fyrir okkur hjá Advania að fá þessi eftirsóttu verðlaun, sérstaklega í ljósi þess hvað það voru glæsileg fyrirtæki tilnefnd í þeim flokkum sem við fengum verðlaun í. Við höfum átt frábært samstarf við auglýsingastofuna okkar Hvíta húsið og eiga þau stóran hluta af heiðrinum“ segir Elísabet Sveinsdóttir markaðsstjóri Advania.
 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.