Tveir lúðrar til Advania og Hvíta hússins
Advania fékk á dögunum íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, fyrir bestu ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis og bestu umhverfisauglýsinguna.
Besta ásýnd fyrirtækis og besta umhverfisauglýsing
Advania fékk á dögunum íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, fyrir bestu ásýnd fyrirtækis/vörumerkis og bestu umhverfisauglýsinguna fyrir lágmyndir af þekktum Íslendingum í nýopnaðri verslun Advania við Guðrúnartún 10 í Reykjavík. Íslensku markaðsverðlaunin eru veitt árlega af ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks í samvinnu við SÍA (Samtök íslenskra auglýsingastofa). Auglýsingastofa Advania er Hvíta húsið.
Heiður og viðurkenning
„Það er mikil viðurkenning fyrir okkur hjá Advania að fá þessi eftirsóttu verðlaun, sérstaklega í ljósi þess hvað það voru glæsileg fyrirtæki tilnefnd í þeim flokkum sem við fengum verðlaun í. Við höfum átt frábært samstarf við auglýsingastofuna okkar Hvíta húsið og eiga þau stóran hluta af heiðrinum“ segir Elísabet Sveinsdóttir markaðsstjóri Advania.