Nýjasta nýtt - 20.9.2018 15:25:00

Uppselt á Haustráðstefnu Advania

Miðar á Haustráðstefnu Advania seldust upp í dag. Er þetta stærsta og umfangsmesta Haustráðstefna Advania til þessa en hún verður nú haldin í 24. sinn.

Miðar á Haustráðstefnu Advania seldust upp í dag. Er þetta stærsta og umfangsmesta Haustráðstefna Advania til þessa en hún verður nú haldin í 24. sinn.

42 innlendir og erlendir fyrirlesarar koma fram á ráðstefnunni og fjalla um upplýsingatækni frá ólíkum sjónarhornum. 

Aldrei hafa fleiri konur verið hluti af dagskránni en meðal aðalfyrirlesara í ár eru þær Ingibjörg Þórðardóttir sem stýrir stafrænum miðlum CNN á heimsvísu, Tiffani Bova, sérfræðingur Salesforce í viðskiptasamböndum og Louise Koch sem fer fyrir umhverfismálum hjá DELL.
Meðal annarra fyrirlesara eru þeir Hjálmar Gíslason frumkvöðull, Bergur Ebbi Benediktsson og Tim Urban, einn eftirsóttasti TED-fyrirlesari í heimi og jafnframt einn mest lesni tæknibloggari internetsins
Ráðstefnan er ein sú elsta sinnar tegundar í Evrópu en hún fer fram í Hörpu á morgun, förstudaginn 21.september.


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium, og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.