Uppselt á Haustráðstefnu Advania
Uppselt er á Haustráðstefnu Advania sem haldin verður 6. september á Hilton Nordica hótelinu og er skráning á biðlista hafin.
Uppselt er á Haustráðstefnu Advania sem haldin verður næst komandi föstudag 6. september á Hilton Nordica hótelinu og er skráning á biðlista hafin. Rúmlega 800 manns hafa tilkynnt um þátttöku sína og því er ljóst að ráðstefnan í ár verður sú fjölsóttasta frá upphafi en þetta er 19. Haustráðstefnan sem Advania og forverar fyrirtækisins halda. Á Haustráðstefnu Advania í ár verður boðið upp á 4 málstofur með 32 fyrirlestrum frá innlendum og erlendum sérfræðingum, notendum og stjórnendum í upplýsingatæknimálum fyrirtækja.
Málstofurnar eru eftirfarandi:
- Stafræn útgáfa og framtíðin í upplýsingatækni
- Reynslusögur og stjórnun
- Big data, viðskiptagreind og gagnavinnsla
- Skýjalausnir og hagnýting snjalltækja
Alþjóðlegir straumar og stefnur
16 erlendir fyrirlesarar frá eftirfarandi leiðandi alþjóðlegum upplýsingatæknifyrirtækjum halda erindi á ráðstefnunni að þessu sinni: HID Global, International Data Centre Group, Dell, VCE, Microsoft, SAP, Pivotal, IBM, Scytl, Citrix, Palo Alto Networks, Cisco, Targit, Gartner og Xerox.
Lykilfyrirlesarar á Haustráðstefnu Advania í ár eru:
Jón Gnarr borgarstjóri er fyrsti lykilfyrirlesari ráðstefnunnar en leynd hvílir yfir fyrirlestri hans Steve Midgley Head of Amazon Web Services (EMEA) en kynning hans ber yfirskriftina „Nýsköpun með tölvuskýjum - Innovation Powered by the Cloud“Michael Schrage Research Fellow hjá MIT Sloan School´s Center for Digital Business fjallar um hvernig fyrirtæki geta náð samkeppnisforskoti með nýstárlegum aðferðum