Blogg - 10.1.2020 10:12:00

Útfærsla á styttingu vinnutíma

Nýlega var samið um styttingu vinnuvikunnar eins og hún er skilgreind í kjarasamningum. Hér er má lesa um útfærslumöguleika í viðveru og launakerfum.

Nýlega var samið um styttingu vinnuvikunnar eins og hún er skilgreind í kjarasamningum. Hér er má lesa um útfærslumöguleika í viðveru og launakerfum. 

Berglind Lovísa Sveinsdóttir, vörustjóri ráðgjafar og sérlausna Advania skrifar:

Lífskjarasamningurinn hljóðar upp á að virkur vinnutími styttist um 45 mínútur á viku, ef miðað er við fullt starf, sem útfæra má eftir þörfum hvers vinnustaðar.
Vinnutímastyttingin tók gildi þann 1. janúar 2020 þar sem vinnutímaákvæði kjarasamninga og deilitölur tímakaups tóku breytingum.

Hvað þarf að skoða?
Samningar um styttingu vinnuvikunar gera ekki sjálfkrafa ráð fyrir breytingu á vinnutíma þeirra starfsmanna sem nú þegar hafa samið um styttri vinnutíma.
Stjórnendur þurfa því að skoða:
• Hver raunverulegur vinnutími er á vinnustaðnum í dag og hvort hann sé nú þegar styttri en kjarasamningar segja til um.
• Hvort rétt sé að gera breytingar á skipulagi vinnudagsins t.a.m. pásum til að bæta framleiðni starfsfólksins og taka það með inn í samtalið um vinnutímastyttingu. Líklegt er að „blönduð leið“ verði ofan á hjá mörgum fyrirtækjum.
Þegar vinnuveitandi hefur ákveðið hvaða leið verður fyrir valinu þarf að gera viðeigandi breytingar í viðveru- og launakerfum.

Útfærslur við styttingu vinnuvikunnar
Finna má helstu upplýsingar um mögulegar útfærsluleiðir á vefsíðum stéttarfélaganna og í handbókum helstu viðveru- og launakerfa.

Stéttarfélög
Tillögur VR um styttingu vinnuvikunnar eru í megindráttum eftirfarandi:
A: Hver dagur styttist um 9 mínútur (m.v. fullt starf): Starfsmenn fara frá vinnu 9 mínútum fyrr eða mæta til vinnu 9 mínútum síðar en vanalega á hverjum degi.
B: Hver vika styttist um 45 mínútur (m.v.fullt starf): Starfsmaður safnar daglegu vinnutímastyttingunni saman og tekur hana út t.d. vikulega, á 2ja vikna fresti, mánaðarlega eða sjaldnar.
C: Safnað upp innan ársins: Ef starfsmaður safnar vinnutímastyttingunni upp til frítöku síðar, þarf að passa að það blandist ekki saman við orlof skv. kjarasamningi, heldur sé haldið utan um uppsafnað frí vegna vinnutímastyttingar sérstaklega.
D: Vinnutímastytting með öðrum hætti: Þarf að skoða sérstaklega út frá því samkomulagi.

Viðverukerfi
Advania hefur gefið út leiðbeiningar um hvaða ráðstafanir þarf að gera í viðverukerfum sínum. Hér má finna upplýsingar um útfærslumöguleikana í Bakverði.

Launakerfi
Þegar búið er að velja leið og útfæra hana í viðverukerfinu eru ráðstafanir gerðar í launakerfinu. Hér má finna má upplýsingar um „Styttingu vinnuvikunnar“ úr  handbók H3.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.