Fréttir - 14.5.2020 17:50:00

Vefgátt fyrir tilkynningar á öryggisbrestum   

Ný tilkynningagátt um öryggisbresti var opnuð af samgönguráðherra í dag. Gáttin auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að tilkynna um öryggisatvik sem kunna að koma upp í þeirra rekstri.

Ný tilkynningagátt um öryggisbresti var opnuð af samgönguráðherra í dag. Gáttin auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að tilkynna um öryggisatvik sem kunna að koma upp í þeirra rekstri.


Tilkynningargáttin oryggisatvik.island.is var smíðuð af veflausnum Advania með stuðningi samgöngu- og sveitarstjórnunarráðuneytisins . Hún er rekin af Póst- og fjarskiptastjórnun og Persónuvernd. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kemur einnig að verkefninu.
Vefgáttin er einföld og notendavæn. Þar geta fyrirtæki og stofnanir tilkynnt um netárásir, netglæpi eða öryggisbresti sem snúa að vinnslu persónuupplýsinga.

Samkvæmt persónuverndarlögum ber að tilkynna um öryggisbresti við vinnslu persónuupplýsinga innan 72 klukkustunda. Þann 1. september 2020 ber einnig að tilkynna alvarleg öryggisatvik til CERT-IS og netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Með tilkomu gáttarinnar er orðið auðveldara að tilkynna um öryggisatvik.

Mikill tímasparnaður er fólgin í því að geta nú með einföldum hætti tilkynnt öllum viðeigandi aðilum um stöðu mála í stað þess að margskrá sömu upplýsingar í ólík kerfi. Með hverri tilkynningu fylgja ítarlegar upplýsingar sem hjálpa þeim stofnunum sem við þeim taka að vinna úr þeim. 

Netöryggi og vend persónuupplýsinga er gríðarlega mikilvægt verkefni. Við vitum að íslensk fyrirtæki hafa tapað milljörðum króna vegna netárása og mörg þeirra vegra sig við að tilkynna öryggisatvik. Því má gera ráð fyrir að tapið sé mörgum sinnum meira. Við höfum unnið að því á síðustu árum að bæta lagaumgjörð á þessum sviðum og efla vitund um netöryggi. Með nýrri tilkynningagátt er stórt skref stigið í að bæta þjónustu hins opinbera,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem opnaði gáttina með formlegum hætti í dag ásamt þeim Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, Hrafnkatli V. Gíslasyni, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra. Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir, Hrefna Arnardóttir, Jón Heiðar Sigmundsson og Haukur Óskar Hafþórsson frá veflausnum Advania voru einnig viðstödd við opnunina.

Sérfræðingar veflausna Advania unnu að tæknilegri- og grafískri hönnun, forritun, verkefnastjórnun og uppsetningu gáttarinnar. Mikil áhersla var á öryggi og aðgengi og er notast við rafræn skilríki til innskráningar. 

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.