Fréttir - 6.3.2020 12:15:00

Vefmyndavél af bjargráðum á Laugardalsvelli

Advania og KSÍ hafa komið upp vefmyndavél á Laugardalsvelli. Þar má fylgjast með því hvernig snæviþakinn völlurinn verður með afar frumlegum hætti gerður leikhæfur fyrir mikilvæga viðureign við Rúmeníu í lok mars.

Advania og KSÍ hafa komið upp vefmyndavél á Laugardalsvelli. Þar má fylgjast með því hvernig snæviþakinn völlurinn verður með afar frumlegum hætti gerður leikhæfur fyrir mikilvæga viðureign við Rúmeníu í lok mars.

Advania og KSÍ streyma nú beint frá Laugardalsvelli á meðan hann verður undirbúinn fyrir leik A-landsliðs karla gegn Rúmeníu þann 26.mars. Áratugir eru síðan síðast var spilaður landsleikur á Laugardalsvelli á þessum árstíma en vegna leikjafyrirkomulags UEFA verður það gert í ár. Leikurinn gegn Rúmeníu er afar mikilvægur umspilsleikur fyrir lokakeppni EM sem fram fer í sumar.

Gríðarlegt átak þarf til að gera Laugardalsvöll leikhæfan því eins og staðan er í dag er hann þakinn snjó. Í dag, föstudag, var sérpantað hitatjald frá Bretlandi sett yfir völlinn allan til að losa um frost og kulda í grasinu. Á næstu þremur vikum verður dúkurinn svo fjarlægður nokkrum sinnum svo hægt sé að valta, mála og mögulega slá grasið. Dúkurinn verður á vellinum allt fram til degi fyrir leik.

En hvernig er gras á Íslandi í lok mars á svona snjóþungum vetri?
Grasið er í dvala og þó við séum að hita það upp þá fer það auðvitað ekki að spretta eins og um sumar. Aðgerðir okkar snúast fyrst og fremst um að gera leikflötinn eins góðan og hægt er svo hann sé öruggur fyrir leikinn. Þetta er auðvitað mjög óvenjulegt ástand og við höfum fengið til liðs við okkur mikla grassérfræðinga frá Bretlandi sem vakta völlinn allan sólarhringinn fram að leik," segir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptasviði KSÍ.

Bresku grassérfræðingarnir munu bókstaflega búa á Laugardalsvelli þar til leikurinn við Rúmeníu fer fram en komið hefur verið upp svefnaðstöðu fyrir þá undir stúkunni. Það er ljóst að verulega frumlegar leiðir verða farnar til að koma vellinum í gott horf enda þykir frekar fáheyrt í öðrum UEFA löndum að þjóðarleikvangar séu ekki með upphitaða grasvelli.

Sem bakhjarlar KSÍ þá látum við okkur þessi mál varða og vonum innilega að hægt verði að spila leikinn á Laugardalsvelli. Þegar tækninni fleygir fram er hægt að gera ótrúlegustu hluti í erfiðum aðstæðum," segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

Þeir sem vilja fylgjast með framvindunni geta horft á streymi KSÍ og Advania hér: 
#PrayforLaugardalsvollur 

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.