Nýjasta nýtt - 26.06.2013

Vefur Advania aðgengilegri fyrir blinda og sjónskerta

Advania hefur undirritað samning við Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, um veflesara fyrir vefsvæði fyrirtækisins, www.advania.is.

 

Advania hefur undirritað samning við Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, um veflesara fyrir vefsvæði fyrirtækisins, www.advania.is. Veflesarinn gegnir því hlutverki að bjóða upp á upplestur á íslensku. Um er að ræða talgervil, sem bætir aðgengi blindra og sjónskertra að textuðu efni á vef Advania. Veflesarinn nýtist einnig lesblindum og þeim sem kjósa að hlusta frekar en að lesa.


Talgervill og fleiri verkfæri 

Talgervilinn er með tveimur SAPI5 röddum, kvennmannsröddinni Dóru og karlmannsröddinni Karli. Talgervilinn getur unnið á bæði PC og Apple tölvur. Eftirfarandi verkfæri eru fáanleg með Dóru og Karli sem talgervilsröddum:


Vefstefna Advania kveður á um gott aðgengi fyrir alla notendur

Samningurinn er gerður í samræmi við vefstefnu Advania sem leggur áherslu á gott aðgengi, m.a. blindra og sjónskertra, að því efni sem er að finna á www.advania.is. Til að byrja með hefur verið ákveðið að setja veflesarann á allar fréttasíður, blogg og viðburði (á eftir að setja linka bak við þessi orð). Í vefstefnunni er auk þess kveðið á um aðrar ráðstafanir sem auðvelda aðgengi og stefnt er að því að vefurinn verði vottaður miðað við WCAG 2.0 staðalinn í lok þessa árs.


Vefdeild Advania býður aðgengisúttekt

"Advania vill með þessu bæta aðgengi á vefnum okkar, enda leggjum við mikla áherslu á aðgengi í okkar vefþróun, hvort sem það er okkar eigin vefur eða vefir viðiskiptavina okkar. Við veitum sérstaka ráðgjöf þegar kemur að aðgengismálum og hægt er að fá svokallaða aðgengisúttekt til að sjá hvað má betur fara á þínum vef," segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania.

 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.