Nýjasta nýtt - 15.1.2019 09:26:00

Vegna kaupa Advania á Wise

Advania hefur sent Samkeppniseftirlitinu nýja samrunatilkynningu vegna kaupa félagsins á Wise Lausnum ehf. Eftir athugasemdir Samkeppniseftirlitsins hefur Advania ákveðið að tilkynna um samrunann að nýju.

Advania hefur sent Samkeppniseftirlitinu nýja samrunatilkynningu vegna kaupa félagsins á Wise Lausnum ehf. Eftir athugasemdir Samkeppniseftirlitsins hefur Advania ákveðið að tilkynna um samrunann að nýju.

Advania samdi við AKVA Group í Noregi um kaup á Wise í fyrra en viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Advania og AKVA Group vinna áfram að því að kaupin gangi eftir á fyrrihluta árs 2019.

Wise selur Microsoft Dynamics NAV bókhalds- og viðskiptahugbúnað. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í lausnum fyrir sveitarfélög, sjávarútveg, fjármál og ýmiskonar sérfræðiþjónustu.
Hjá Advania á Íslandi starfa líkt og hjá Wise, sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV. Með fyrirhugaðri sameiningu fyrirtækjanna verður til eining sem gæti haft burði til að keppa við alþjóðleg fyrirtæki á þessum markaði.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.