Blogg - 15.10.2014

Kemst þú í lestrarlandsliðið?

Þann 17. október hefst skemmtilegur landsleikur í lestri sem ber heitið Allir lesa. Leikurinn er á vegum Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO.

Miðpunkturinn í leiknum er nýr og flottur vefur  sem við hjá Advania forrituðum en um hönnun sá Jónsson og Le´Macks. Leikurinn virkar þannig að lið skrá sig á vefnum og hófst liðaskráning í 10. október þegar vefurinn opnaði formlega. Bókatitlar og sá tími sem keppendur verja í bóklestur eru skráðir á vefinn, og það lið sem ver mestum tíma í lestur að meðaltali ber sigur úr býtum. Allar bækur eru taldar með, allt frá Harry Potter til Halldórs Laxness, myndasögum til matreiðslubóka, kennslubókum til Kardimommubæjarins. Aðalatriðið er að skemmta sér við lestur, gera lífið áhugaverðara og lesa til sigurs.
 
Liðakeppnin skiptist í þrjá flokka; skólaflokk og vinnustaðaflokk, auk opins flokks. Auk þess verður haldið utan um það hvaða sveitarfélög lesa betur en önnur, þannig að búast má við æsispennandi keppni á landsvísu.

Við hittum einn af aðstandendum verkefnisins, Láru Aðalsteinsdóttur verkefnastjóra hjá Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO og spjölluðum við hana í tilefni af opnun vefjarins þann 10 október síðastliðinn.


Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.