Nýjasta nýtt - 10.9.2018 15:37:00

Stemning á haustfögnuði Vertonet

Fullt var út úr dyrum á fyrsta viðburði Vertonet, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni sem fram fór í húsakynnum Advania á dögunum. Á annað hundrað konur mættu á haustfögnuð til að efla tengslanetið og lyfta sér upp.

Fullt var út úr dyrum á fyrsta viðburði Vertonet, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni sem fram fór í húsakynnum Advania á dögunum. Á annað hundrað konur mættu á haustfögnuð til að efla tengslanetið og lyfta sér upp.

Vertonet-samtökin voru stofnuð í vor með það að leiðarljósi að að vinda ofan af kynjahallanum sem ríkir í greininni og vekja áhuga kvenna á fjölbreyttu störfum í upplýsingatækni. Á haustfögnuðinum sköpuðust sjóðheitar samræður um leiðir til að bæta stöðuna.

Reyndar konur úr geiranum komu fram og sögðu frá sinni sýn og hugmyndum, við glymjandi undirtektir. Meðal annars sagði framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Ásta S. Fjelsted, frá því hvernig er að starfa í karllægum geira og hvernig tæknimenntun nýtist konum í atvinnulífinu. Þá sagði fyrrum fótboltalandsliðskonan Eva Sóley Guðbjörnsdóttir frá sinni reynslu af stjórnun og liðsheild í tæknigeiranum en hún er framkvæmdastjóri þjónustu og reksturs hjá Advania.

Vertonet og bakhjarlar samtakanna hafa sett saman fjölbreytta aðgerðaráætlun og viðburðaríka dagskrá á næstum mánuðum þar sem konum í geiranum gefst færi á að kynnast betur. Hugmyndir Vertonet ríma vel við markmið og stefnu Advania um að auka veg kvenna í starfsstéttinni.


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium, og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.