Blogg - 15.05.2013
Viltu geta búið til upplýsingar úr gögnum í Microsoft Dynamics NAV?
Jet Reports gerir notendum kleift búa til öflugar greiningarskýrslur og er Jet Express innifalið í Microsoft Dynamics NAV.
Viðskiptalausnunum Microsoft Dynamics NAV 2009 og 2013 fylgir viðbót við Excel sem kallast Jet Reports. Jet Reports gerir notendum kleift að sækja gögn beint úr Dynamics Nav grunninum og búa til skýrslur úr þeim. Slíkar skýrslur geta hjálpað stjórnendum og almennum starfsmönnum að taka betri ákvarðanir í daglegum rekstri og auðvelda þær alla áætlunargerð.
Mismunandi útgáfur af Jet Reports
Þrjár útgáfur af Jet Reports forritinu eru í boði. Forritið sem fylgir með Dynamics Nav er minnsta útgáfan og er hún jafnframt ókeypis.
Samanburður á Jet Enterprise, Jet Essentials og Jet Express| Jet Enterprise | Jet Essentials | Jet Express | |
| Samanburður á vörum | Viðskiptagreind og skýrslugjöf. Einföld greining upplýsing og myndræn framsetning gagna. |
Skýrslugerð í rauntíma í Excel. Hentar fyrir ítarlega skýrslugjöf og samvinnu |
Skýrslugerð innbyggð í Dynamics NAV. Auðvelt að búa til skýrslur í Excel |
| Skýrslugjöf í rauntíma | ✓ | ✓ | ✓ |
| Einföld skýrslugerð | ✓ | ✓ | ✓ |
| Tilbúnar skýrslur og stjórnborð | ✓ | ✓ | ✓ |
| Auðvelt að búa til nýjar skýrslur | ✓ | ✓ | |
| Sjálfvirk skýrslugerð sem miðla má sjálfvirkt til notenda | ✓ | ✓ | |
| Hægt að sjá gögn bakvið hverja skýrslu með einum smelli | ✓ | ✓ | |
| Nýta má margar gagnalindir í sömu skýrslunni |
✓ | ||
| Auðvelt og fljótlegt að greina og myndgera stór gagnasett | ✓ | ||
| Hægt að skoða gögn úr rekstri frá mismunandi sjónarhornum | ✓ | ||
| Viðskiptagreind og skýrslugjöf í einni lausn | ✓ |
Viðskiptagreind er ekki aðeins fyrir sérfræðinga
Aðeins þarf grunnþekkingu á Excel og Jet Reports til byrja að breyta gögnum í upplýsingar. Uppsetning Jet Express er fljótleg. Jet Reports sækir gögnin beint inn í Dynamics Nav og sýnir upplýsingarnar í Excel sem flestir þekkja og kunna á.
Dæmi um skýrslur sem fylgja með Jet Reports
Hægt er að sækja 20 fyrirframskilgreindar skýrslur á vef Jet Reports. Skýrslurnar eru úr öllum helstu kerfiseiningunum, fjárhag, sölu, innkaupum o.s.frv.
Með Jet Reports fylgir mikill fjöldi af tilbúnum skýrslum.