Nýjasta nýtt - 15.8.2018 09:34:00

Vinsælasti tæknibloggari heims á Haustráðstefnu Advania

Tim Urban frá Wait But Why, Tiffani Bova frá Salesforce og Ingibjörg Þórðardóttir frá CNN verða meðal aðalfyrirlesara á Haustráðstefnu Advania í Reykjavík.

Tim Urban frá Wait But Why, Tiffani Bova frá Salesforce og Ingibjörg Þórðardóttir frá CNN verða meðal aðalfyrirlesara á Haustráðstefnu Advania í Reykjavík.

Haustráðstefna Advania er elsta árlega tækniráðstefna í Evrópu og stærsti viðburður í upplýsingatækni á Íslandi. Ráðstefnan verður nú haldin í 24. sinn og verður dagskráin í ár með allra glæsilegasta móti. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru framsæknir og horfa úr ólíkum áttum á tæknigeirann.

Tim Urban er einn mest lesni tæknibloggari internetsins og heldur úti hinu geysivinsælu síðu Wait But Why. Þar tæklar hann allt frá frestunaráráttu til flókinna tæknilausna sem hann rýnir í á mannlegan hátt. Erindi Urban fjallar um hvers virði frumleikinn sé þegar sjálfvirkni og tæknilausnir hafa leyst af hólmi fjölmargar starfsstéttir.

Tiffani Bova er helsti sérfræðingur Salesforce um viðskiptasambönd fyrirtækja og einstaklinga. Á ráðstefnunni fjallar hún um möguleika fyrirtækja á að efla sölu og viðskiptasambönd með nýjum vinnubrögðum og tækni. Hún deilir hagnýtum ráðum um hvernig hægt er að aðlaga rekstur að viðskiptavinum og byggja þannig upp langvarandi viðskiptavild þeirra.
Þá mun Ingibjörg Þórðardóttir deila reynslu sinni af breyttu umhverfi stafrænnar miðlunar en hún stýrir stafrænni miðlun CNN. Í erindi sínu fjallar hún um hve flókið sé orðið að dreifa efni á netinu því stöðugt verði óljósara hvaða dreifingarleið sé öflugust. Ingibjörg talar fyrir því að feta sig í óreiðukenndu umhverfi með því að marka sér stefnu og fylgja henni fast eftir.

Ráðstefnan er haldin í hinu heimsfræga tónlistarhúsi Hörpu í hjarta Reykjavíkur. Hátt í fimmtíu fyrirlesarar koma fram og fjalla um tækni, þróun, öryggismál, spennandi lausnir og klikkaðar hugmyndir.

Haustráðstefnu Advania sækja helstu sérfræðingar í upplýsingatækni víðsvegar að úr heiminum. Viðburðurinn er öflugur vettvangur til að sækja innblástur og fræðast um stefnur og strauma í tæknigeiranum.

Kynntu þér dagskrána hér.
Ráðstefnan fer fram 21.september

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.