Blogg - 26.9.2024 09:56:22

Á fullri ferð inn í framtíðina með Genesys

Það hefur verið mikill gangur í heimi samskiptavera undanfarið hjá Advania og hefur Genesys samskiptaverslausnin slegið í gegn enda leiðandi í heiminum á þessum markaði.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Genesys teymið stækkar

Við hjá Advania leggjum mikla áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu. Genesys teymið á Íslandi samanstendur nú af fjórum sérfræðingum, ásamt því að við vinnum mjög náið með hinum Advania skrifstofunum í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi.

Genesys Xperience

Á dögunum hélt Genesys ráðstefnu fyrir viðskiptavini í Evrópu og fór yfir það helsta og framtíðina.

Að sjálfsögðu var mikið talað um gervigreindina endar er hún stór hluti í kerfinu og aðstoðar fyrirtæki við að veita sínum viðskiptavinum betri þjónustu en einnig er mikil áhersla á Agent Copilot sem aðstoðar starfsmenn samskiptavera við að verði betri í starfi og skilvirkari.

Í framtíðarsýn Genesys munum við sjá mun meira um að gervigreind leysi málin og þá jafnvel að viðskiptavinir noti gervigreind til þess að hafa samband og mun þá gervigreind hafa samband við gervigreind.

Nokkrir viðskiptavinir kerfisins töluðu um sína reynslu af kerfinu og var fróðlegt að sjá hvernig fyrirtæki eins og Lufthansa og Radobank eru að stórbæta sína þjónustu með því að nýta möguleika í Genesys kerfinu.

Genesys samfélagið

Genesys samfélagið á Íslandi fer ört stækkandi og reynum við eftir fremsta megni að veita upplýsingar um allar þessar nýjungar í kerfinu. Það gerum við með samtölum og reglulegum fundum tengdum þjónustusamningum en einnig höldum við árlegan morgunverðarfund, förum í ferðir til að hitta aðra notendur kerfisins eða á ráðstefnur eins og Genesys Xperience

Næsti morgunverðarfundur verður 16. okt. næstkomandi og verður haldinn á Nordica. Þar mun Genesys fara yfir það heitasta í kerfinu í dag og skyggnast aðeins inn í framtíðina. Genesys og Salesforce hafa unnið mikið saman og eru komin með fullkomna samþættingu. Óli úr Salesforce teyminu mun tala um þessa samþættingu og hvernig kerfin bæta hvort annað upp. Að lokum mun hún Catherine frá Icelandair tala um þeirra reynslu og hvernig samskiptaver Icelandair hefur vaxið með Genesys ásamt framtíðarsýn þeirra.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.