Á myndinni er Högni Hallgrímsson sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Advania.

01.06.2023

Advania Diamond partner LS Retail 2023

Advania hlaut viðurkenningu sem LS Retail Diamond partner 2023 fyrir framúrskarandi árangur sem samstarfsaðili LS Retail nú á dögunum.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur samstarfsaðili nær þessum árangri og hlýtur þessa nafnbót. Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu LS Retail, sem að þessu sinni var haldin í Aþenu í Grikklandi.

Advania er stærsti sölu- og þjónustuaðili LS Retail á Íslandi og leika vörur LS Retail lykilhlutverki í lausnum Advania fyrir verslunargeirann. Advania býður upp á heildarlausnir fyrir stórar sem smáar verslanir. Hvort heldur sem um er að ræða einfalt afgreiðslukerfi, vefverslanir, sjálfsafgreiðslu eða stjórnun innkaupa svo eitthvað sé nefnt.

,,Þessi viðurkenning er staðfesting á hæfileikum og drifkrafti sérfræðinga okkar. Hún hvetur okkur til þess að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu, " sagði Sigríður Sía Þórðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.