Fréttir - 20.8.2025 07:00:00

Advania eykur gervigreindarframboð enn frekar með kaupum á Gompute

Advania hefur fest kaup á Gompute, leiðandi fyrirtækis á sviði gervigreindarinnviða og reksturs ofurtölva (HPC).

Gompute var stofnað árið 2002 og hefur verið í eigu hátæknifyrirtækisins atNorth.

„Hagnýtingu á gervigreind vindur hratt fram hjá viðskiptavinum okkar. Kaupin á Gompute munu útvíkka þjónustuframboð Advania á sviði gervigreindar enn frekar og bjóða upp á öfluga og trygga innviði sem hafa það að markmiði að styðja við næsta fasa virðisaukningar í rekstri og nýsköpun íslenskra fyrirtækja og stofnanna,“ segir Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania á Íslandi.

Gert er ráð fyrir að kaup Advania á Gompute gangi endanlega í gegn síðar á þessu ári. Nánar má lesa um kaupin á vef Advania samstæðunnar.

Kaupin á Gompute eru enn eitt skrefið í stefnu Advania á sviði gervigreindarþjónustu sem ætlað er að styðja við viðskiptavini í Norður-Evrópu. Í síðasta mánuði var tilkynnt um kaup Advania á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar.

Errol Norlum, stofnandi The AI Framework, er einn af áhrifamestu tæknisérfræðingum Svíþjóðar og heldur hann erindi á Haustráðstefnu Advania 4. september í Hörpu, þar sem gervigreind verður í lykilhlutverki.

Í sumar tilkynnti Advania einnig um séríslenskt gervigreindarský sem fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafa aðgang að og geta þannig hafið sína gervigreindarvegferð og skalað eftir þörfum.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium, og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.