Rósbjörg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Orkuklasans og Ægir Már Þórisson forstjóri Advania

27.06.2023

Advania gengur til liðs við Orkuklasann

Advania hefur gerst meðlimur að Orkuklasanum en markmiðið með samstarfinu er að auka verðmætasköpun og þekkingu á sjálfbærni og sjálfbærri orku.

Með samstarfinu ætla Advania og Orkuklasinn að deila þekkingu sinni og reynslu með áherslu á auknar framfarir í orku og tæknimálum en ein af grunnstoðum íslensks samfélags eru orkumál. Með innkomu Advania í Orkuklasann eru aðildarfélög klasans orðin 32.

Advania hefur markað sér metnaðarfulla stefnu í sjálfbærni og er samstarfssamningurinn hluti af þeirri vegferð. Fyrirtækið hyggst leggja sitt af mörkum svo beita megi tækninni á snjallan hátt í vistvænum orkumálum.

Frétt Viðskiptablaðsins:

Advania gengur til liðs við Orkuklasann

Advania og Orkuklasinn munu deila þekkingu sinni og reynslu með áherslu á orku og tæknimál með nýju samstarfi.

Advania gengur til liðs við Orkuklasann

Orkuklasinn er verkefnadrifinn samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnanna á sviði endurnýjanlegrar orku og tengdra greina. Með klasasamstarfsinu á að stuðla að aukinni nýsköpun og efla samkeppnishæfni félaganna, greinarinnar og samfélagsins alls.

„Tækni -og orkugeirinn tengjast nánum böndum og eru mikilvægir hlekkir í samfélaginu. Það er ótrúlega gefandi að sjá hversu mikil gróska og nýsköpun hefur átt sér stað í orkugeiranum á liðnum árum. Advania hefur um árabil þjónustað fyrirtæki í geiranum og vill gjarnan taka þátt í að efla nýsköpun og framþróun,” segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.

„Tækniþróun er einn af mikilvægum þáttum sem huga þarf að í orkugeiranum. Þróun á nýjum lausnum og bættri tækni sem leiðir til frekari tæknilausna og opnar fyrir nýjungar geta hraðað allri úrvinnslu og aukið framleiðni. Það er mikill akkur fyrir Orkuklasann að fá Advania um borð enda fyrirtækið mikilvægur hlekkur í virðiskeðju greinarinnar. Við hlökkum til samstarfsins og væntum mikils,” Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuklasans.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.