Fréttir - 03.07.2025

Advania hefur fest kaup á The AI Framework

Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.

The AI framework leggur áherslu á stefnumarkandi virði, gagnaumgjörð og skalanleg módel. Stofnandi félagsins, Errol Norlum, er einn af áhrifamestu tæknisérfræðingum Svíþjóðar og hefur byggt upp sterkt orðspor The AI Framework með árangursríkum innleiðingum hjá félögum víðs vegar að, allt frá fjarskiptafélögum til bankastofnanna, nýsköpunarfélaga til  smásölufyrirtækja.

„Það er mikið gleðiefni að fá The AI Framework inn í Advania samstæðuna enda er það eitt af lykilstefum í stefnu félagsins að styðja við okkar viðskiptavini í nýtingu gervigreindar, hvort sem er í rekstri eða nýsköpun. Að beisla þær tækniframfarir hratt og örugglega getur haft úrslitaáhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnanna og það er gríðarlegt virði fólgið í að fá The AI Framework til liðs við okkur með þrautreynda aðferðafræði og tól til stefnumótunar og innleiðingar á gervigreindarlausnum, þvert á atvinnugreinar,“ segir Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi.

Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania

Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania

„Okkar trú er sú að gervigreind eigi að þjóna stefnu fyrirtækjanna, en ekki öfugt,“ segir Errol Norlum, forstjóri og stofnandi The AI Framework. „Að ganga til liðs við Advania gerir okkur kleift að skala áhrifin til fleiri fyrirtækja en viðhalda á sama tíma okkar metnaði fyrir stefnumarkandi og virðisaukandi gervigreindarinnleiðingum. Í sameiningu getum við aðstoðað fleiri félög í þeirra gervigreindarumbyltingu með tilgang og áhrif að leiðarljósi.“

Kaupin á The AI Framework marka mikilvæg skref í stefnu Advania á sviði gervigreindarþjónustu sem ætlað er að styðja við viðskiptavini í Norður-Evrópu. Í síðasta mánuði tilkynnti Advania um séríslenskt gervigreindarský sem fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafa aðgang að og geta þannig hafið sína gervigreindarvegferð og skalað eftir þörfum.

Nánar má lesa um kaupin á vef Advania samstæðunnar.

Frá undirritun samningsins

Frá undirritun samningsins

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.