Heiðrún Björk Helgadóttir og Óli Þór Gunnarsson með verðlaunagripinn

17.04.2023

Advania hlaut Salesforce Partner Innovation verðlaunin 2022

Síðastliðinn september hlaut Advania Salesforce Partner Innovation verðlaunin í flokknum þjónustulausnir. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem eru talin sýna fram á nýsköpun og umbreytandi lausnir fyrir viðskiptavini og sem hjálpa þeim að ná lengra og vaxa hraðar með Salesforce.

Við hjá Advania erum einstaklega stolt af því að hafa hlotið þessa viðurkenningu og að hafa verið valin af alls 850 innsendingum. Verðlaunin staðfesta þá þekkingu og reynslu sem ráðgjafahópur Advania hefur þegar kemur að Salesforce og innleiðingu á flóknum viðskiptaferlum.

Þjónustulausnin sem skilaði þessum verðlaunum var verkefni sem var unnið, þróað og innleitt með Securitas, þar sem Advania hjálpaði Securitas að grípa tækifærið og semja við Veitur um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samningi sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Það að Securitas hafi verið með Salesforce á þeim tíma gerði þeim kleift að bjóða í og vinna þetta útboð hjá Veitum, þar sem hægt var að taka Field Service lausnina frá Salesforce og aðlaga hana með auðveldum hætti að frekar ströngum kröfum Veitna á stuttum tíma.

Við leggjum ríka áherslu á í allri okkar vinnu að skapa virði fyrir viðskiptavini. Svo að það náist er mikilvægt að viðskiptavinurinn taki virkan þátt í ferlinu. Einnig er mikilvægt að tækla verkefnin í smáum bitum með vel skilgreindum kröfum. Það má með sanni segja að hér hafi vel til tekist og það var einstaklega ánægjulegt fyrir okkur hjá Advania að hafa komið að þessu farsæla verkefni með Securitas.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.