Heiðrún Björk Helgadóttir og Óli Þór Gunnarsson með verðlaunagripinn

Fréttir - 17.4.2023 13:34:02

Advania hlaut Salesforce Partner Innovation verðlaunin 2022

Síðastliðinn september hlaut Advania Salesforce Partner Innovation verðlaunin í flokknum þjónustulausnir. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem eru talin sýna fram á nýsköpun og umbreytandi lausnir fyrir viðskiptavini og sem hjálpa þeim að ná lengra og vaxa hraðar með Salesforce.

Við hjá Advania erum einstaklega stolt af því að hafa hlotið þessa viðurkenningu og að hafa verið valin af alls 850 innsendingum. Verðlaunin staðfesta þá þekkingu og reynslu sem ráðgjafahópur Advania hefur þegar kemur að Salesforce og innleiðingu á flóknum viðskiptaferlum.

Þjónustulausnin sem skilaði þessum verðlaunum var verkefni sem var unnið, þróað og innleitt með Securitas, þar sem Advania hjálpaði Securitas að grípa tækifærið og semja við Veitur um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samningi sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Það að Securitas hafi verið með Salesforce á þeim tíma gerði þeim kleift að bjóða í og vinna þetta útboð hjá Veitum, þar sem hægt var að taka Field Service lausnina frá Salesforce og aðlaga hana með auðveldum hætti að frekar ströngum kröfum Veitna á stuttum tíma.

Við leggjum ríka áherslu á í allri okkar vinnu að skapa virði fyrir viðskiptavini. Svo að það náist er mikilvægt að viðskiptavinurinn taki virkan þátt í ferlinu. Einnig er mikilvægt að tækla verkefnin í smáum bitum með vel skilgreindum kröfum. Það má með sanni segja að hér hafi vel til tekist og það var einstaklega ánægjulegt fyrir okkur hjá Advania að hafa komið að þessu farsæla verkefni með Securitas.

Fleiri fréttir

Blogg
15.01.2026
Gervigreind hefur á undanförnum misserum orðið órjúfanlegur hluti af daglegu vinnuflæði á flestum vinnustöðum. Starfsmenn nýta alls konar tól til að auka afköst, skrifa texta, greina gögn og búa til efni – oft án þess að hugsa sig tvisvar um. Þetta getur verið frábært, því rétt notuð getur gervigreind hjálpað fólki að blómstra í starfi!
Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.