Fréttir - 14.10.2024

Advania LIVE: Alþjóðlegi rafrusldagurinn

Í tilefni af Alþjóðlega rafrusldeginum fengum við Ástu Maach verkefnastjóra sjálfbærni Advania og Braga Gunnlaugsson sérfræðing hjá innviðalausnum Advania í beina útsendingu.

Bragi og Ásta ræddu um það hvað rafrusl er og hvað einstaklingar og fyrirtæki geta haft áhrif og stuðlað að sjálfbærari framtíð með því að koma gömlum tölvubúnaði í endurnýtingu.

Græjaðu framhaldslíf á þinn búnað

Framhaldslíf búnaðar snýst um að hámarka nýtingu á tölvubúnaði og farga úreltum eða óþörfum tölvubúnaði og vélbúnaði á öruggan og ábyrgan máta.

Advania tryggir að gömlu tækin séu endurunnin, endurnýtt eða eitthvað gert við þau til að þau nýtist áfram. Þannig má draga úr umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á nýjum tölvubúnaði og koma í veg fyrir að eitrað rafrusl endi í landfyllingu. Þetta auðveldar einnig skipti yfir í nýjan búnað með því að nýta verðmæti sem verða til úr þeim eldri.

Fleiri fréttir

Fréttir
07.02.2025
Í dag fer fram ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu í Hörpu. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf. Þetta er í 15. skipti sem UTmessan er haldin.
Blogg
04.02.2025
Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.
Blogg
03.02.2025
DeepSeek-R1 líkanið er nú fáanlegt sem NVIDIA NIM og keyrir á NVIDIA HGX H200 þjónum, sem gerir forriturum kleift að gera tilraunir á öruggan hátt með gervigreind.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.