Fréttir - 14.10.2024

Advania LIVE: Alþjóðlegi rafrusldagurinn

Í tilefni af Alþjóðlega rafrusldeginum fengum við Ástu Maach verkefnastjóra sjálfbærni Advania og Braga Gunnlaugsson sérfræðing hjá innviðalausnum Advania í beina útsendingu.

Bragi og Ásta ræddu um það hvað rafrusl er og hvað einstaklingar og fyrirtæki geta haft áhrif og stuðlað að sjálfbærari framtíð með því að koma gömlum tölvubúnaði í endurnýtingu.

Græjaðu framhaldslíf á þinn búnað

Framhaldslíf búnaðar snýst um að hámarka nýtingu á tölvubúnaði og farga úreltum eða óþörfum tölvubúnaði og vélbúnaði á öruggan og ábyrgan máta.

Advania tryggir að gömlu tækin séu endurunnin, endurnýtt eða eitthvað gert við þau til að þau nýtist áfram. Þannig má draga úr umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á nýjum tölvubúnaði og koma í veg fyrir að eitrað rafrusl endi í landfyllingu. Þetta auðveldar einnig skipti yfir í nýjan búnað með því að nýta verðmæti sem verða til úr þeim eldri.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.