Advania LIVE: Sjáðu upptökuna frá Iceland Innovation Week
Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni, Innovation Week, í dag. Advania LIVE upptökuverið verður í þetta skiptið í bíl fyrir utan Kolaportið, þar sem aðalsvið Iceland Innovation Week er í ár.
Iceland Innovation Week er árleg nýsköpunarvika sem hefur það markmið að efla frumkvöðlastarfsemi og tækniframfarir á Íslandi.
Í útsendingunni í dag verður meðal annars rætt við fyrirlesara Iceland Innovation Week og fleiri góða gesti. Á meðal þeirra sem mæta í útsendinguna og ræða nýsköpun á Íslandi er Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Útsendingunni stýrir Sylvía Rut Sigfúsdóttir samskiptastjóri Advania á Íslandi.
Hægt er að horfa á upptöku hér fyrir neðan. Þættirnir verða einnig aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Iceland Innovation Week er vettvangur sem dregur að sér bæði innlenda og erlenda sérfræðinga og hefur þannig stuðlað að aukinni alþjóðlegri athygli á nýsköpunarumhverfi Íslands. Advania og NVIDIA eru saman á meðal aðalstyrktaraðila Iceland Innovation Week í ár.
Advania LIVE er hlaðvarp með lifandi umræðum við sérfræðinga í beinni útsendingu við ýmis tilefni. Fjallað er um margar hliðar upplýsingatækni út frá sjálfbærni, gervigreind, öryggismálum og öllu því sem er í forgrunni hverju sinni.
Það var einmitt á Nýsköpunarvikunni á síðasta ári sem fyrsta Advania LIVE hlaðvarpsútsendingin fór fram. Síðan þá höfum við verið í beinni útsendingu frá hinum ýmsu viðburðum eins og Mannauðsdeginum, UTmessunni og Ferðaþjónustuvikunni.