07.02.2025

Advania LIVE: Bein útsending frá UTmessunni

Í dag fer fram ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu í Hörpu. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf. Þetta er í 15. skipti sem UTmessan er haldin.

Að þessu tilefni taka Ský og Advania á Íslandi höndum saman og halda úti beinni hlaðvarpsútsendingu frá Hörpu þar sem rætt verður við nokkra fyrirlesara ráðstefnunnar eftir að þeir stíga af sviði. Advania LIVE útsendingunni stýra Sylvía Rut Sigfúsdóttir samskipta- og kynningarstjóri Advania og Stefán Gunnlaugur Jónsson frá UTvarpinu, hlaðvarpi Ský.

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum frá 10 til 16 í dag.

Dagskrá

10:00 Lára Kristín Skúladóttir

10:15 Dr. Stefán Ólafsson

10:45 Linda Heimisdóttir

11:15 Pinar Alpay hjá Signicat

11:45 Arna Harðardóttir

HLÉ

13:15 Jacky Mallett

13:45 Taylor Garcia van Biljon

14:15 Arnar Ágústsson

Hlé

15:15 Hörn Hrafnsdóttir

15:1-45 Níels Ingi Jónasson

Um Advania LIVE

Advania heldur úti hlaðvarpi með lifandi umræðum við sérfræðinga í beinni útsendingu við ýmis tilefni. Fjallað er um margar hliðar upplýsingatækni út frá sjálfbærni, gervigreind, öryggismálum og öllu því sem er í forgrunni hverju sinni.

Nú þegar hafa verið beinar útsendingar á vegum Advania LIVE frá ýmsum viðburðum eins og Nýsköpunarviku, Mannauðsdeginum og Ferðaþjónustuvikunni og hægt að nálgast upptökurnar á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Um UTmessu

UTmessan er viðburður fyrir öll sem elska tækni eða langar að kynna sér töfra tækninnar! Þar má skoða og prófa það nýjasta sem er gerast í tölvu- og tækniheiminum. Á ráðstefnudeginum 7. febrúar er boðið upp á fróðlega fyrirlestra og sýningar fyrir skráða gesti, en á tæknideginum 8. febrúar er opið hús þar sem öll eru velkomin að gera sér glaðan dag með líflegum sýningum og fjölbreyttum kynningum.  Á UTmessunni er eitthvað spennandi fyrir okkur öll!

Fleiri fréttir

Fréttir
07.02.2025
Í dag fer fram ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu í Hörpu. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf. Þetta er í 15. skipti sem UTmessan er haldin.
Blogg
04.02.2025
Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.
Blogg
03.02.2025
DeepSeek-R1 líkanið er nú fáanlegt sem NVIDIA NIM og keyrir á NVIDIA HGX H200 þjónum, sem gerir forriturum kleift að gera tilraunir á öruggan hátt með gervigreind.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.