Fréttir - 14.6.2023 12:45:38

Advania samstarfsaðili ársins hjá Microsoft

Advania var á dögunum valið samstarfsaðili ársins á Íslandi hjá Microsoft þriðja árið í röð.

Verðlaunin eru veitt fyrir árangur sem Advania hefur náð með viðskiptavinum sínum í þróun og innleiðingu stafrænna lausna og framtak sitt í nýsköpun lausna innan Microsoft umhverfisins. Sigríður Sía Þórðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania, og Berenice Barrios forstöðumaður Microsoft Alliance hjá Advania, veittu verðlaununum viðtöku á fögnuði samstarfsaðila Microsoft í Danmörku.

Undanfarin ár hefur Advania lagt mikla áherslu á að aðstoða fyrirtæki við að færa sig í skýið og nýta alla þá möguleika sem eru í boði þar ásamt því að byggja upp staðlaða aðferðafræði í kringum uppsetningu og rekstur skýjaumhverfa með öryggi, uppitíma og kostnaðarlegt hagræði að leiðarljósi.

Advania valið samstarfsaðili ársins hjá Microsoft

Íslenska fyrirtækið Advania var á dögunum valið samstarfsaðili ársins hjá Microsoft þriðja árið í röð.

Advania valið samstarfsaðili ársins hjá Microsoft

Advania hefur jafnframt lagt mikla áherslu á þekkingaröflun starfsfólks en innan fyrirtækisins starfar fjöldi vottaðra starfsmanna. Advania er til að mynda eitt af 40 fyrirtækjum í heiminum sem hafa svokallaðan cloud solution status hjá Microsoft, sem er viðurkenning á ákveðinni þekkingu og hæfni starfsmanna.

Sigríður Sía Þórðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania: „Við hjá Advania erum mjög ánægð með þessa viðurkenningu en við höfum lagt mikla áherslu á skýjalausnir undanfarin ár. Það má segja að skýjalausnin frá Microsoft sé starfrænn leikvangur framtíðarinnar, sem gefur viðskiptavinum okkar mikla möguleika til hagræðingar í sínum rekstri ásamt því að nútímavæða reksturinn og aðlaga að því síbreytilega umhverfi sem við búum við.”

Berenice Barrios, forstöðumaður Microsoft Alliance hjá Advania: „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á þekkingaröflun starfsfólks okkar og erum eitt af 40 fyrirtækjum í heiminum sem hafa svokallaðan Cloud Solution Status hjá Microsoft sem er viðurkenning á þekkingu og hæfni starfsmanna okkar. Þessi verðlaun hvetja okkur til þess að halda áfram á sömu braut.”

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.