Fréttir - 29.3.2022 15:06:14
Advania sigraði í Lífshlaupinu
Starfsfólk Advania sigraði í sínum flokki í vinnustaðakeppninni Lífshlaupinu sem lauk á dögunum. Sterk hefð er fyrir góðri þátttöku í keppninni innan Advania og þá leggur starfsfólk extra mikið á sig til að auka daglega hreyfingu.
Eitt af því sem við gerðum á meðan átakinu stóð var að fara saman í daglegar hádegisgöngur frá starfsstöðvum okkar í Reykjavík og á Akureyri. Auk þess er mikil menning fyrir hreyfingu á vinnustaðnum okkar og frábær líkamsræktar- og búningsaðstaða. Takk fyrir okkur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ.