GEOFF KNEEN, FORSTJÓRI ADVANIA Í BRETLANDI, OG PAUL BARLOW, FORSTJÓRI SERVIUM.
12.06.2024Advania stækkar enn frekar með kaupum á Servium í Bretlandi
Advania í Bretlandi mun auka vöruframboð sitt eftir kaup á Servium Limited. Tilkynnt var um kaup Advania á öllu hlutafé Servium rétt í þessu.
Með þessum kaupum mun Advania stækka núverandi endursölustarfsemi sína og auka möguleika sína á að veita viðskiptavinum heildstæðari þjónustu í Bretlandi og Evrópu.
Servium er einkarekið upplýsingatækniþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í stýrðri þjónustu, hagræðingu upplýsingatækniinnkaupa of eignastýringu vélbúnaðar og hugbúnaðar. Bæði fyrirtækin eru þekkt fyrir áherslu á frammúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.
Núverandi viðskiptavinir Servium munu njóta góðs af umfangsmikilli tækni- og stafrænni umbreytingarþjónustu Advania. Kaupin gera Advania kleift að bjóða enn breiðara framboð á þjónustu, hugbúnaði og vélbúnaði og styrkja tengsl við leiðandi framleiðendur og dreifingaraðila í Bretlandi. Viðskiptavinir munu svo auðvitað halda áfram að njóta góðs af alhliða þjónustu Advania frá upphafi til enda.