Advania tekur þátt í opnun New Nordics AI Center í Helsinki
Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi, tók þátt í opnun New Nordics AI Center í Helsinki dagana 22. - 23. október, sem fram fór í utanríkisráðuneyti Finna.
Miðstöðin er sameiginlegt framtak fimm leiðandi stofnana á Norðurlöndum: AI Sweden, AI Finland, Digital Dogme (Danmörku), IKT Norge (Noregi) og Almannaróms á Íslandi og er styrkt af Microsoft, Google og Norrænu ráðherranefndinni
Markmið New Nordics AI er að styrkja samstarf milli stjórnvalda, háskólasamfélags og atvinnulífs á Norðurlöndum, hraða upptöku gervigreindar, uppbyggingu innviða og efla ábyrga nýsköpun í tæknimálum.
Advania tók þátt í opnuninni sem boðsgestur Almannaróms og íslenskra stjórnvalda, ásamt fulltrúum úr akademíu og atvinnulífi. Með þessu undirstrikar Advania hlutverk sitt sem bakhjarl Íslands í gervigreind sem stuðlar að stafrænni umbreytingu og árangursríkri notkun tækni í þágu samfélagsins~.~
„Það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessari merku opnun .” segir Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi.
„ Með þessu samstarfi stígur Ísland mikilvæg skref í að styðja við framsækna stefnumótun á sviði gervigreindar og byggja upp eigið gervigreindarfullveldi - þannig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðarinnar til framtíðar og verndum íslenska menningu og tungumál í síbreytilegum stafrænum heimi.
Við hjá Advania trúum því að gervigreind geti styrkt þjónustu, rekstur og nýsköpun og hér hafa Norðurlöndin einstakt tækifæri til að taka höndum saman og vera leiðandi á því sviði.
Þátttaka Advania sem boðsgests Almannaróms undirstrikar mikilvægi samvinnu stjórnvalda og einkageirans í að efla ábyrga notkun gervigreindar og stafræna umbreytingu á Íslandi.