Fréttir - 23.10.2025 16:15:44

Advania tekur þátt í opnun New Nordics AI Center í Helsinki

Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi, tók þátt í opnun New Nordics AI Center í Helsinki dagana 22. - 23. október, sem fram fór í utanríkisráðuneyti Finna.

Miðstöðin er sameiginlegt framtak fimm leiðandi stofnana á Norðurlöndum: AI Sweden, AI Finland, Digital Dogme (Danmörku), IKT Norge (Noregi) og Almannaróms á Íslandi og er styrkt af Microsoft, Google og Norrænu ráðherranefndinni

Markmið New Nordics AI er að styrkja samstarf milli stjórnvalda, háskólasamfélags og atvinnulífs á Norðurlöndum, hraða upptöku gervigreindar, uppbyggingu innviða og efla ábyrga nýsköpun í tæknimálum.

Advania tók þátt í opnuninni sem boðsgestur Almannaróms og íslenskra stjórnvalda, ásamt fulltrúum úr akademíu og atvinnulífi. Með þessu undirstrikar Advania hlutverk sitt sem bakhjarl Íslands í gervigreind sem stuðlar að stafrænni umbreytingu og árangursríkri notkun tækni í þágu samfélagsins~.~

„Það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessari merku opnun .” segir Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi.

Með þessu samstarfi stígur Ísland mikilvæg skref í að styðja við framsækna stefnumótun á sviði gervigreindar og byggja upp eigið gervigreindarfullveldi  - þannig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðarinnar til framtíðar og verndum íslenska menningu og tungumál í síbreytilegum stafrænum heimi.

Við hjá Advania trúum því að gervigreind geti styrkt þjónustu, rekstur og nýsköpun og hér hafa Norðurlöndin einstakt tækifæri til að taka höndum saman og vera leiðandi á því sviði.

Þátttaka Advania sem boðsgests Almannaróms undirstrikar mikilvægi samvinnu stjórnvalda og einkageirans í að efla ábyrga notkun gervigreindar og stafræna umbreytingu á Íslandi.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium, og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.