Blogg - 29.1.2026 10:00:00

Af hverju að uppfæra í fulla útgáfu af Microsoft Copilot? Fleiri möguleikar, innbyggð virkni og betri afköst!

Í dag eru flestir farnir að nota gervigreind, hvort sem það er heima eða í vinnu. Copilot fyrir Microsoft 365 er eitt af þeim gervigreindartólum sem getur gert lífið miklu einfaldara. Hann hjálpar við að skrifa, skipuleggja, finna upplýsingar og klára verkefni hraðar. Flestir byrja á Copilot Chat, en ef þú vilt virkilega fá sem mest út úr Copilot, þá er fulla útgáfan af Copilot málið.

Nicolas Ragnar Muteau
Microsoft ráðgjafi hjá Rekstrarlausnum Advania.

Meira aðgengi og hraðari þjónusta

Með fullu Copilot leyfi er Copilot innbyggður beint í Microsoft 365 forritin eins og Word, Excel, PowerPoint og Outlook. Þetta þýðir að þú getur nýtt þér gervigreindina á einfaldan og auðveldan máta. Þú þarft ekki að færa gögn eða skipta á milli forrita og þú færð sérsniðna aðstoð byggða á því hvað þú ert að vinna með hverju sinni. Fullt Copilot leyfi gefur þér einnig meira pláss til að vinna með stærri verkefni og þú færð fljótari svör. Betra aðgengi, færri hömlur og meiri hraði þýðir einfaldlega meiri afköst.

Mikill tímasparnaður með sjálfvirkri nýtingu á innri gögnum

Stærsti kosturinn fyrir marga er að í fullri útgáfu, getur Copilot sjálfkrafa sótt innri gögn úr kerfum fyrirtækisins þíns. Það þýðir að ef þú spyrð um t.d. nýjustu sölutölur eða stöðuna á verkefni, þá finnur Copilot upplýsingarnar sjálfur og notar þær í svörunum – án þess að þú þurfir að leita sjálfur í skrám eða kerfum. Þetta sparar mikinn tíma og tryggir að þú fáir alltaf uppfærðar upplýsingar, beint inn í svörin.

Sérsniðið vinnulag og betra flæði

Þú getur líka stillt Copilot þannig að hann henti þinni vinnurútínu. Sem dæmi er hægt að stilla reglur, forgangsröðun, láta Copilot „muna“ eftir verkefnum fyrir þig eða jafnvel búa til Copilot Agenta til að vinna á sérhæfðan máta í tilteknum verkefnum. Þannig verður aðstoðin sniðin að þínum þörfum og skipulag verður auðveldara.

Öryggi og stuðningur

Með fullri útgáfu af Copilot færðu aukið öryggi, þar sem gögnum þínum er betur gætt með háþróuðum öryggisstillingum. Við uppfærslu í fulla útgáfu af Copilot geta fyrirtæki stillt upp þeim öryggisramma sem hentar þeirra starfsemi, þannig skapast áhyggjulaust og öruggt umhverfi fyrir starfsmenn til að nota Copilot.

Meiri sjálfvirkni, innbyggð virkni í Microsoft 365 forrit, hraðari svör og betra öryggi eru meðal þeirra mörgu ábata sem fást við að uppfæra úr Copilot Chat í fulla útgáfu af Copilot. Full útgáfa af Copilot er sniðin að þeim sem vilja raunverulega skapa betri afköst, á öruggan máta, með stuðningi gervigreindar og er nú fáanlegt á bæði Business og Enterprise verðlagi.

Microsoft morgunverðarfundur

Í vikunni héldum við morgunverðarfundinn Að hámarka ávinning af Microsoft leyfum – Aukum öryggi og skilvirkni UT umhverfa á hagkvæman hátt. Upptaka af viðburðinum er nú kominn á vefinn okkar.

Á fundinum sýndum við hvernig Advania skapar virði fyrir viðskiptavini með þjónustu og ráðgjöf, kynntum helstu breytingar og nýjungar frá Microsoft, deildum bestu starfsvenjum í skýjalausnum og öryggi og margt fleira.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.