Blogg - 21.3.2025 10:48:37

Agentforce Summit á Íslandi

Advania í samstarfi við Salesforce, heldur spennandi eins dags hagnýta vinnustofu sem miðar að því að leiðbeina þátttakendum í gegnum ferlið við innleiðingu gervigreindardrifinna erindreka (e. digital agents).

Viðburðurinn, sem kallast Agentforce Summit, er haldinn 1. apríl á Hilton Reykjavík Nordica og er yfirgripsmikil kynning á heimi gervigreindar og erindreka.

Við hverju má búast?

Agentforce Summit er hannað til að einfalda það flókna ferli sem það er að hefja gervigreindarverkefni. Á fundinum máttu búast við að fá leiðsögn sérfræðinga ásamt hagnýtum tólum og sniðmátum til þess að hefja þína vegferð með snjöllum erindrekum.

Að viðburði loknum verður í boði að fá gervigreindarsérfræðinga frá Salesforce og Advania í stuttar vinnustofur til að greina tækifæri og finna leiðir að árangri.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.