Blogg - 21.3.2025 10:48:37

Agentforce Summit á Íslandi

Advania í samstarfi við Salesforce, heldur spennandi eins dags hagnýta vinnustofu sem miðar að því að leiðbeina þátttakendum í gegnum ferlið við innleiðingu gervigreindardrifinna erindreka (e. digital agents).

Viðburðurinn, sem kallast Agentforce Summit, er haldinn 1. apríl á Hilton Reykjavík Nordica og er yfirgripsmikil kynning á heimi gervigreindar og erindreka.

Við hverju má búast?

Agentforce Summit er hannað til að einfalda það flókna ferli sem það er að hefja gervigreindarverkefni. Á fundinum máttu búast við að fá leiðsögn sérfræðinga ásamt hagnýtum tólum og sniðmátum til þess að hefja þína vegferð með snjöllum erindrekum.

Að viðburði loknum verður í boði að fá gervigreindarsérfræðinga frá Salesforce og Advania í stuttar vinnustofur til að greina tækifæri og finna leiðir að árangri.

Fleiri fréttir

Blogg
09.12.2025
Það er gaman að segja frá því að næsta skref í þróun og reiknilíkönum fyrir gervigreind er á leiðinni. Advania kynnti fyrir stuttu NVIDIA DGX Spark vélina sem seldist upp samdægurs, nú er komið að Dell að taka við keflinu.
Blogg
02.12.2025
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.