Blogg - 21.3.2025 10:48:37

Agentforce Summit á Íslandi

Advania í samstarfi við Salesforce, heldur spennandi eins dags hagnýta vinnustofu sem miðar að því að leiðbeina þátttakendum í gegnum ferlið við innleiðingu gervigreindardrifinna erindreka (e. digital agents).

Viðburðurinn, sem kallast Agentforce Summit, er haldinn 1. apríl á Hilton Reykjavík Nordica og er yfirgripsmikil kynning á heimi gervigreindar og erindreka.

Við hverju má búast?

Agentforce Summit er hannað til að einfalda það flókna ferli sem það er að hefja gervigreindarverkefni. Á fundinum máttu búast við að fá leiðsögn sérfræðinga ásamt hagnýtum tólum og sniðmátum til þess að hefja þína vegferð með snjöllum erindrekum.

Að viðburði loknum verður í boði að fá gervigreindarsérfræðinga frá Salesforce og Advania í stuttar vinnustofur til að greina tækifæri og finna leiðir að árangri.

Fleiri fréttir

Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
11.06.2025
Advania vinnur að því ásamt NVIDIA að setja upp séríslenskt gervigreindarský, þjónustu sem tryggir íslensku atvinnulífi aðgengi að nauðsynlegu reikniafli til þess að knýja áfram aukna eftirspurn eftir gervigreindarvinnslum. Hérlent gervigreindarský takmarkar nauðsyn mikilla fjárfestinga fyrirtækja og stofnana á fyrstu stigum við innleiðingu og nýtingu gervigreindar, ásamt því að öryggi gagna verður að fullu tryggt.
Fréttir
28.05.2025
Advania hlaut í dag Sjálfbærniásinn 2025 í flokki upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi. Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania tók við viðurkenningunni ásamt Þóru Rut Jónsdóttur forstöðumanns sjálfbærni og umbóta hjá Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.