Helena Jónsdóttir frá Mental ráðgjöf, Rósa Hrund Kristjánsdóttir frá Hvíta húsinu og Guðríður Hjördís Baldursdóttur vörustjóri mannauðslausna

21.09.2023

Hvernig reglulegt samtal eykur árangur og ánægju starfsfólks

Á dögunum fór fram áhugaverður veffundur um hvernig reglulegt samtal eykur árangur og ánægju starfsfólks

Guðríður Hjördís Baldursdóttur vörustjóri mannauðslausna, Rósa Hrund Kristjánsdóttir frá Hvíta húsinu og Helena Jónsdóttir frá Mental ráðgjöf ræddu saman á léttu nótunum um hvernig regluleg samtöl á milli stjórnenda og starfsfólks styðja við vellíðan og starfsþróun starfsfólks.

Samskipti á vinnustað eru mikilvæg til að búa til gott starfsumhverfi

Það er margt sem hefur áhrif á samskipti eins og breyttir vinnustaðir með aukinni fjarvinnu, innkoma nýrra kynslóða og áhersla á heilsu og vellíðan starfsfólks. Allt þetta hefur skapað nýjar áskoranir og tækifæri fyrir mannauðsfólk og stjórnendur.

Á fundinum var fjallað um geðheilsustefnu, hvað það gengur út á og afhverju það skiptir máli að vinnustaðir setji sér slíka stefnu. Rósa Hrund fór yfir hvaða áhrif þetta hefur haft á hennar vinnustað, Hvíta húsinu og hverju það hefur breytt að setja aukna áherslu á regluleg samtöl milli stjórnenda og starfsfólks.

Helena frá Mental ráðgjöf lagði áherslu á mikilvægi þess að starfsfólk og stjórnendur fái þjálfun í framkvæmd og umgjörð samtala og að vinnustaðir fræði starfsfólk um geðheilsu og hvenær þörf er á aðstoð fagaðila.

Advania hefur þróað lausn sem heldur utan um starfsmannasamtöl. Samtal er heildstæð lausn sem heldur utan um samtöl milli starfsfólks og stjórnenda. Það straumlínulagar ferilinn og veitir mannauðsfólki hagnýt sniðmát og mælaborð.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.