Anita Brá Ingvadóttir forstöðumaður markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania.

Fréttir - 28.10.2025 07:00:00

Anita Brá Ingvadóttir leiðir markaðsmál og þjónustuupplifun hjá Advania

Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu  forstöðu. Starfar  hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta.

Anita Brá var ráðin forstöðumaður þjónustuupplifunar Advania árið 2023 og hefur síðan leitt markvissa uppbyggingu á þjónustu og þjónustumenningu  innan fyrirtækisins með mjög góðum árangri. Undir hennar forystu hefur þjónustuupplifun verið efld og samræmd milli sviða, með skýrri áherslu á að viðskiptavinurinn sé ávallt í fyrsta sæti.

„Hjá Advania ríkir sterk menning þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni og eins er markviss stefna um að tengja saman upplifun, samskipti og þjónustu á öllum snertiflötum. Að sameina þjónustuupplifun og markaðsmál er mikilvægt skref í vegferð okkar að skapa heildstæða og mannlega þjónustuupplifun og sterk tengsl við okkar dýrmæta vörumerki. Ég er full tilhlökkunar að fá að leiða þessa spennandi vegferð með frábæru fólki og þakklát fyrir traustið sem mér hefur verið sýnt,“ segir Anita Brá Ingvadóttir forstöðumaður þjónustuupplifunar og markaðsmála Advania.

Anita Brá er sálfræðingur að mennt með sérhæfingu í upplifunar- og þjónustuþróun. Hún starfaði áður við sölu- og þjónustustýringu hjá BIOEFFECT og NOVA.

„Það er mikill fengur að fá Anitu Brá í að leiða kraftmikil teymi markaðsmála og þjónustuupplifunar fyrirtækisins og samræma og bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini okkar. Markmið Advania er ávallt að hafa viðskiptavininn í fyrsta sæti og með þessari sameiningu leggjum við enn frekari áherslu á samstarf við framlínuteymi félagsins í markaðsaðgerðum, sölu og þjónustuupplifun,“ segir Erna Björk Sigurgeirsdóttir framkvæmdastjóri fjármála, mannauðs og samskipta hjá Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.