Dell Display and Peripheral Manager. Einföld lausn með flókið nafn
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania
Með Dell Display and Perhiperal Manager getur þú:
Skipulagt gluggana. Með Easy Arrange er hægt að skipuleggja uppsetningu glugga á ótal vegu . Með Easy Memory er svo hægt að búa til forstillingar eftir því í hverju er unnið.
Stillt og uppfært aukahluti. Allt frá því að stilla hversu næm músin á að vera, upp í að uppfæra USB-C skjáinn.
Sérsniðið stillingar fyrir vefmyndavélar. Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að líta vel út á fjarfundum.
Stjórnað lyklaborði og mús. Hægt er að setja upp hvaða takkar eiga að gera hvað í hverju forriti, og jafnvel fínstilla snertiskjái og penna.
Og auðvitað ótal fleira. Fyrir fyrirtæki er einnig til forrit sem heitir Dell Device Management Console, skýjalausn sem gerir IT-deildum kleift að uppfæra og stjórna hundruðum tækja á öruggan og skilvirkan hátt. Sjáðu nánar á heimasíðu Dell hvað þessi forrit og fleiri hafa upp á að bjóða: