Blogg - 18.9.2025 11:20:32

Dell sker sig úr varðandi aukna ánægju viðskiptavina

Í nýjustu útgáfu American Customer Satisfaction Index (ACSI) fyrir árið 2025 kemur fram að almenn ánægja viðskiptavina með tölvur hefur dalað lítillega á milli ára. Þrátt fyrir þessa þróun sker Dell sig úr sem eina vörumerkið þar sem ánægja viðskiptavina eykst.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

Ánægjuvísitala Dell hækkaði úr 80 stigum árið 2024 í 82 stig árið 2025, sem gerir Dell að eina framleiðandanum sem bætir stöðu sína í könnuninni. Dell er nú á pari við Apple í mældri ánægju viðskiptavina. Þessi hækkun endurspeglar jákvæða þróun í upplifun notenda af Dell tölvum. Þetta kemur okkur ekki á óvart í könnun þar sem þættir eins og hönnun, upplifun notenda og gæði hugbúnaðar og grafíkar eru metin hátt.

Aðrir framleiðendur eru að glíma við minnkandi ánægju og áskoranir í þjónustu og gæðum, en Dell virðist hafa náð að styrkja tengsl sín við viðskiptavini og bæta upplifun þeirra. Dell eru sannarlega á réttri leið í að mæta væntingum notenda og skila betri vörum og þjónustu en áður.

Dell Pro hristir upp í markaðinum

Dell hefur tekið stórt skref með nýju Dell Pro línunni, sem markar stærstu breytingu á framboðinu í áratugi. Nýtt og einfaldað vöruframboðið var hannað og þróað í þéttri samvinnu við notendur, og skiptist í: Dell, Dell Pro og Dell Pro Max. Þær leysa af hólmi eldri vörulínur eins og Latitude og Precision. Svo virðist sem nýju tölvulínurnar séu að fara vel í markaðinn og víst að spennandi tímar eru framundan hjá Dell.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.