Fréttir - 12.9.2025 07:00:00

Díana Björk Olsen ráðin forstöðumaður Mannauðslausna

Díana Björk Olsen hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Mannauðslausna Advania. Díana Björk hóf störf hjá Advania árið 2021 og  hefur frá árinu 2022 starfað sem deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu á sama sviði innan Viðskiptalausna. Hún hefur nú þegar tekið við þessu nýja hlutverki.

Díana Björk er með BA í félagsfræði með áherslu á mannauðsstjórnun og lauk verðbréfamiðlunarnámi við Háskólann í Reykjavík.  Áður en hún kom til Advania hafði hún starfað í 20 ár hjá Íslandsbanka og forverum hans, m.a í áhættustýringu og lánastýringu à Viðskiptabankasviði. Díana var tilnefnd til Nordic Women in Tech Awards á þessu ári í flokknum Rising star of the year.

„Hjá Mannauðslausnum starfar ótrúlega öflugt teymi sem ég  hlakka mikið til að leiða í gegnum öll þau spennandi verkefni sem  framundan eru. Okkar leiðarljós er að skapa  „meiri tíma fyrir mannlega þáttinn“ og höfum við það markmið að mannauðsfólk, launafulltrúar og stjórnendur nýti kerfin okkar sem best til að skapa rými til að sinna mannlega þættinum enn betur,“ segir Díana Björk.

Mannauðslausnir Advania einfalda fyrirtækjum daglegan rekstur. Boðið er upp á hlaðborð fjölbreytta og notendavænna lausna  sem tryggja yfirsýn og einfalt aðgengi að upplýsingum. 

„Með lausnum okkar er hægt að halda utan um ráðningarferlið í heild sinni, launaútreikninga, tímaskráningar, viðveru, frammistöðumat, starfsmannasamtöl, mannauð og fræðslu. Við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til allra sem nota okkar lausnir,“ segir Díana Björk.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.