Einar Örn Sigurdórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Advania

Fréttir - 1.11.2023 10:50:39

Einar Örn ráðinn markaðsstjóri Advania

Einar Örn mun leiða markaðsmál hjá Advania en hann hefur síðustu ár starfað sem ráðgjafi og hugmyndaleiðtogi í markaðssetningar- og mörkunarverkefnum í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi.

Má þar nefna herferðir fyrir Ford Motor Co og Lincoln Motors auk hluta af þróunarverkefninu Cool Japan sem yfirvöld í Japan og Okinawa lögðu upp með til að kynna Japan og japanskar vörur á erlendum mörkuðum. Einar starfaði áður um árabil sem leiðtogi hugmynda og hönnunar á Íslensku auglýsingastofunni eftir að hann sneri heim eftir rúman áratug í starfi og námi í Boston og New York. Einar er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaraprófi í Markaðsboðskiptafræði við Emerson College í Boston.

Einar Örn tekur við starfi markaðsstjóra af Auði Ingu Einarsdóttur sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra innviðalausna hjá Advania.

„Ég hlakka mikið til að leiða kraftmikið markaðsteymi Advania á þessum spennandi tímum. Stafrænar umbreytingar eru að bylta lífi okkar allra og tækifærin til að nýta tækni til góðs eru allsstaðar. Hlutverk Advania sem leiðtoga á markaðinum er mikilvægt, og sannarlega krefjandi og skemmtileg áskorun að fá að vera hluti af því að efla það“.

- Einar Örn Sigurdórsson, nýr markaðsstjóri Advania

„Það er mikill fengur fyrir Advania að fá Einar í okkar teymi. Í markaðsstarfi þekkingarfyrirtækja er fátt mikilvægara en getan til að fanga þá fjölbreyttu hæfni sem býr inn á vinnustaðnum og miðla henni út á við. Reynsla Einars af því að vinna með öflugustu fyrirtækjum landsins auk alþjóðlegrar reynslu mun klárlega styrkja okkur og efla“.

- Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.