05.05.2023

Erna Björk fjármálastjóri Advania 

Erna Björk Sigurgeirsdóttir er nýr fjármálastjóri Advania og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún kemur til Advania frá Sýn.

Erna Björk fer fyrir fjármálum og rekstri Advania og leiðir hagdeild fyrirtækisins.

Hún er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands auk þess að vera löggildur verðbréfamiðlari.

Erna starfaði hjá Sýn frá árinu 2020 þar sem hún var forstöðumaður fjármála og leiddi hagdeild, reikningshald og innheimtu. Áður gegndi hún starfi fjármálasérfræðings hjá Borgun og þar á undan var hún verkefnastjóri á ráðgjafasviði fjármálagreininga KPMG.

„Við hlökkum til samstarfs við Ernu Björk. Hún er afar metnaðarfull, drífandi og smitar út frá sér góðri orku. Ég er sannfærður um að reynsla hennar, ákefð og einstakt viðhorf verði frábær viðbót í framkvæmdastjórn félagsins,” segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

„Advania er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni og það eru sannarlega spennandi tímar fram undan. Ég hlakka til að taka þátt í þróun fyrirtækisins með öllu því öfluga fólki sem þar starfar,“ segir Erna Björk.

Fleiri fréttir

Fréttir
14.05.2025
Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.
Fréttir
12.05.2025
Advania Group hefur birt ársskýrslu sína fyrir árið 2024, sem markar ár af miklum vexti og áframhaldandi árangri. Í skýrslunni er dregin upp heildstæð mynd af rekstri, stefnu og sjálfbærnimarkmiðum samstæðunnar og hvers lands fyrir sig.
Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.