Fréttir, Nýjasta nýtt - 5.5.2023 13:43:58

Erna Björk fjármálastjóri Advania 

Erna Björk Sigurgeirsdóttir er nýr fjármálastjóri Advania og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún kemur til Advania frá Sýn.

Erna Björk fer fyrir fjármálum og rekstri Advania og leiðir hagdeild fyrirtækisins.

Hún er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands auk þess að vera löggildur verðbréfamiðlari.

Erna starfaði hjá Sýn frá árinu 2020 þar sem hún var forstöðumaður fjármála og leiddi hagdeild, reikningshald og innheimtu. Áður gegndi hún starfi fjármálasérfræðings hjá Borgun og þar á undan var hún verkefnastjóri á ráðgjafasviði fjármálagreininga KPMG.

„Við hlökkum til samstarfs við Ernu Björk. Hún er afar metnaðarfull, drífandi og smitar út frá sér góðri orku. Ég er sannfærður um að reynsla hennar, ákefð og einstakt viðhorf verði frábær viðbót í framkvæmdastjórn félagsins,” segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

„Advania er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni og það eru sannarlega spennandi tímar fram undan. Ég hlakka til að taka þátt í þróun fyrirtækisins með öllu því öfluga fólki sem þar starfar,“ segir Erna Björk.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.