Fréttir, Nýjasta nýtt - 5.5.2023 13:43:58

Erna Björk fjármálastjóri Advania 

Erna Björk Sigurgeirsdóttir er nýr fjármálastjóri Advania og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún kemur til Advania frá Sýn.

Erna Björk fer fyrir fjármálum og rekstri Advania og leiðir hagdeild fyrirtækisins.

Hún er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands auk þess að vera löggildur verðbréfamiðlari.

Erna starfaði hjá Sýn frá árinu 2020 þar sem hún var forstöðumaður fjármála og leiddi hagdeild, reikningshald og innheimtu. Áður gegndi hún starfi fjármálasérfræðings hjá Borgun og þar á undan var hún verkefnastjóri á ráðgjafasviði fjármálagreininga KPMG.

„Við hlökkum til samstarfs við Ernu Björk. Hún er afar metnaðarfull, drífandi og smitar út frá sér góðri orku. Ég er sannfærður um að reynsla hennar, ákefð og einstakt viðhorf verði frábær viðbót í framkvæmdastjórn félagsins,” segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

„Advania er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni og það eru sannarlega spennandi tímar fram undan. Ég hlakka til að taka þátt í þróun fyrirtækisins með öllu því öfluga fólki sem þar starfar,“ segir Erna Björk.

Fleiri fréttir

Blogg
15.01.2026
Gervigreind hefur á undanförnum misserum orðið órjúfanlegur hluti af daglegu vinnuflæði á flestum vinnustöðum. Starfsmenn nýta alls konar tól til að auka afköst, skrifa texta, greina gögn og búa til efni – oft án þess að hugsa sig tvisvar um. Þetta getur verið frábært, því rétt notuð getur gervigreind hjálpað fólki að blómstra í starfi!
Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.