13.03.2024

Eru gögnin þín örugg?

Ein dýrmætasta og mikilvægasta eign rekstraraðila í dag eru gögnin þeirra. Þessi gögn geta verið grundvöllur fyrir rekstri fyrirtækja, viðkvæm persónugreinanleg gögn sem óviðkomandi aðilar mega ekki hafa aðgang að, ásamt ýmsum öðrum gögnum. Það er því orðið gríðarlega mikilvægt að verja gögnin og vanda vel hvaða starfsmenn hafa aðgang að þeim.

Öryggislausnir og lausnir til að stýra aðgengi að gögnunum okkar eru sífellt að verða mikilvægari í daglegu starfi okkar. Hætturnar sem ógna öryggi gagnanna okkar eru margs konar, þær helstu eru:

  • Óprúttnir aðilar sem sækjast eftir aðgengi til að stela gögnum og/eða gera þau óaðgengileg með þeim tilgangi að krefjast peningagreiðslu til að skila þeim eða þá til að koma í veg fyrir að þau verði gerð opinber.
  • Starfsfólk sem hefur aðgang að gögnunum deilir þeim til aðila sem ættu ekki að fá aðgang, hvort sem er deiling með samstarfsaðilum eða utanaðkomandi aðilum.
  • Aðgangsheimildir séu of rúmar innan fyrirtækja þannig að starfsfólk hafi aðgang að gögnum sem það á ekki að hafa aðgang að.
  • Það fylgja einnig ýmsar hættur með tilkomu gervigreinda en sumar lausnir geta nýtt sér öll gögn sem þær hafa aðgang að, jafnvel gögn sem við vissum ekki að við gætum nálgast.

Fyrirtæki þurfa því að hugsa út í mörg atriði til að verja gögnin sín með sem bestum hætti. Horfa þarf til öryggislausna sem verja gagnageymslurnar sjálfar. Einnig þarf að horfa til aðgangsstýringa þannig að starfsfólk hafi ekki aðgang að gögnum sem það má ekki hafa aðgang að, á það sérstaklega við ef heimila á notkun á gervigreindarlausnum þar sem aðgengisheimildir starfsmanna hafa áhrif á aðgengi gervigreindarlausna að gögnum.

Í Microsoft 365 skýjaumhverfinu eru ýmis verkfæri í boði til að verja gögn sem vistuð eru í 365 umhverfum, bæði fyrir óprúttnum utanaðkomandi aðilum sem og fyrir aðgangsstýringar fyrir starfsfólk.

Með því að vera með ákveðin Microsoft 365 leyfi eru fyrirtæki þegar komin með aðgang að helstu öryggisvörnum sem Microsoft hefur upp á að bjóða. Hins vegar er ekki nóg að vera með aðgang að þessum öryggisvörnum heldur þarf að vita hvernig eigi að nýta sér þær og hvernig eigi að setja þær upp.

Áður en farið er í þessa vegferð þarf að skilja betur á hvaða stað þú ert öryggislega og þá er gott að fara yfir nokkur atriði, t.d.:

  • Hvaða gögn eigum við sem eru dýrmæt og/eða mikilvæg fyrir rekstur fyrirtækisins?
  • Hvernig eru þessi gögn varin?
  • Eru tekin regluleg afrit af gögnunum okkar?
  • Hvernig aðgangsstýrum við gögnunum okkar?
  • Ætlum við að opna fyrir notkun á gervigreindarlausnum?
  • Erum við tilbúin að opna fyrir notkun á gervigreindarlausnum?
  • Er heimilt að deila gögnum út fyrir 365 umhverfið okkar?
  • Hvað gerist ef við missum aðgang að gögnunum okkar, eða ef þeim er stolið?
  • Erum við tilbúin að úthluta tíma og fjármagni til að bæta öryggismálin okkar?
  • Þurfum við að fá ráðgjöf og/eða aðstoð við að bæta öryggismálin okkar?

Advania býður upp á fræðslu og aðstoð með öryggismál í Microsoft 365 skýjalausnum. Hægt er að bóka fund með sérfræðingi til að skoða mögulegar lausnir.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.