Nýju skjáirnir koma í 34" og 40" útgáfum
31.01.2024Fimm stjörnu skjár - líka fyrir augun
Dell kynnir til leiks fyrsta 40 tommu 5K skjáinn í heimi sem er vottaður fyrir fimm stjörnu þægindi fyrir augu af TUV Rheinland®.
Okkar fólk hjá Dell hefur í áraraðir verið fremst á meðal jafningja þegar kemur að hönnun og gæði tölvuskjáa. Þetta þekkja þau best sem eru kannski að lesa þetta blogg á 10+ ára gamla Dell skjánum sínum sem virðist hreinlega aldrei ætla að gefast upp. Á dögunum kynntu Dell nýja línu af skjáum sem ekki bara setja ný viðmið í gæðum, heldur einnig í heilsuvernd notenda.
Sjáðu í vefverslun
Dell UltraSharp U3425WE 34" sveigður skjár 120 Hz
Einn flottasti skjárinn í dag. 34" sveigður 120Hz með WQHD-upplausn, IPS Black-tækni og ComfortView Plus. Fyrsti skjárinn til að hljóta fimm stjörnu vottun frá TUV.
Ráin hækkuð í frammistöðu og gæðum
Hingað til höfum við vanist 60Hz endurnýjunartíðni í flestum skjáum sem að eru fyrir almenna skrifstofuvinnu eða efnissköpun. Nýja línan frá Dell tvöfaldar þetta og fer upp í 120Hz endurnýjunartíðni. Þetta er umtalsverð framþróun fyrir fólk sem að vinnur allan daginn við skjá og þarf skýrleika, lita nákvæmni, tengingarmöguleika og að vernda augun.
Aukinn fókus á heilsu augna:
Nýju UltraSharp skjáirnir eru þeir fyrstu sem hafa hlotið TUV Rheinland® fimm stjörnu vottun fyrir þægindi augna, sem að er vottunarstaðall í tæknigeiranum.
Dell var fyrst til að uppfylla þennan nýja staðal með:
- Tvöföldun endurnýjunartíðni úr 60Hz í 120Hz sem að skilar skarpari, nákvæmari og mýkri upplifun.
- Innbyggðum umhverfisljósskynjurum sem að stilla birtustig og litahitastig skjásins sjálfkrafa í samræmi við birtuskilyrði umhverfisins.
- Dell ComfortView Plus, sem að dregur úr skaðlegum blá geislum með háþróaðri LED-baklýsingu, úr 50% lýsingu í minna en 35% lýsingu. Bláir geislar valda þreytu í augum og því mikilvægt að sporna við þeim.
Þar sem mörg okkar eru farin að eyða miklum tíma fyrir framan tölvuskjáinn, skiptir tækni sem þessi æ meira máli.
Nákvæmni, framleiðni og þægindi:
Skjárinn býður upp á 99% DCI-P3 litarými, Thunderbolt 4, HDMI 2.1 FRL, DisplayPort 1.4 og RJ45 tengi og glæsilega hönnun. Minni 34 tommu útgáfa er einnig fáanleg.
Sjálfbærni í fyrirrúmi:
Skjáirnir eru gerðir úr endurnýttum og endurnýtanlegum efniviði og eru umbúðirnar umhverfisvænar og endurvinnanlegar eins og ávallt hjá Dell. Skjáirnir eru einnig vottaðir nýjustu umhverfisstöðlum eins og EnergyStar® og TCO Certified Edge og eru EPEAT® Gold9 vottaðir. Dell er vottaður EPEAT Climate+ meistari.
Nýju skjáirnir hlutu nýsköpunarverðlaun á CES 2024 ráðstefnunni í Las Vegas - sem er stærsta og virtasta raftækjaráðstefna í heimi.