Nýju skjáirnir koma í 34" og 40" útgáfum

31.01.2024

Fimm stjörnu skjár - líka fyrir augun

Dell kynnir til leiks fyrsta 40 tommu 5K skjáinn í heimi sem er vottaður fyrir fimm stjörnu þægindi fyrir augu af TUV Rheinland®.

Okkar fólk hjá Dell hefur í áraraðir verið fremst á meðal jafningja þegar kemur að hönnun og gæði tölvuskjáa. Þetta þekkja þau best sem eru kannski að lesa þetta blogg á 10+ ára gamla Dell skjánum sínum sem virðist hreinlega aldrei ætla að gefast upp. Á dögunum kynntu Dell nýja línu af skjáum sem ekki bara setja ný viðmið í gæðum, heldur einnig í heilsuvernd notenda.

Sjáðu í vefverslun

Dell UltraSharp U3425WE 34" sveigður skjár 120 Hz

Einn flottasti skjárinn í dag. 34" sveigður 120Hz með WQHD-upplausn, IPS Black-tækni og ComfortView Plus. Fyrsti skjárinn til að hljóta fimm stjörnu vottun frá TUV.

Dell UltraSharp U3425WE 34" sveigður skjár 120 Hz

Ráin hækkuð í frammistöðu og gæðum

Hingað til höfum við vanist 60Hz endurnýjunartíðni í flestum skjáum sem að eru fyrir almenna skrifstofuvinnu eða efnissköpun. Nýja línan frá Dell tvöfaldar þetta og fer upp í 120Hz endurnýjunartíðni. Þetta er umtalsverð framþróun fyrir fólk sem að vinnur allan daginn við skjá og þarf skýrleika, lita nákvæmni, tengingarmöguleika og að vernda augun.

Aukinn fókus á heilsu augna:

Nýju UltraSharp skjáirnir eru þeir fyrstu sem hafa hlotið TUV Rheinland® fimm stjörnu vottun fyrir þægindi augna, sem að er vottunarstaðall í tæknigeiranum.

Dell var fyrst til að uppfylla þennan nýja staðal með:

  1. Tvöföldun endurnýjunartíðni úr 60Hz í 120Hz sem að skilar skarpari, nákvæmari og mýkri upplifun.
  2. Innbyggðum umhverfisljósskynjurum sem að stilla birtustig og litahitastig skjásins sjálfkrafa í samræmi við birtuskilyrði umhverfisins.
  3. Dell ComfortView Plus, sem að dregur úr skaðlegum blá geislum með háþróaðri LED-baklýsingu, úr 50% lýsingu í minna en 35% lýsingu. Bláir geislar valda þreytu í augum og því mikilvægt að sporna við þeim.

Þar sem mörg okkar eru farin að eyða miklum tíma fyrir framan tölvuskjáinn, skiptir tækni sem þessi æ meira máli.

Nákvæmni, framleiðni og þægindi:

Skjárinn býður upp á 99% DCI-P3 litarými, Thunderbolt 4, HDMI 2.1 FRL, DisplayPort 1.4 og RJ45 tengi og glæsilega hönnun. Minni 34 tommu útgáfa er einnig fáanleg.

Sjálfbærni í fyrirrúmi:

Skjáirnir eru gerðir úr endurnýttum og endurnýtanlegum efniviði og eru umbúðirnar umhverfisvænar og endurvinnanlegar eins og ávallt hjá Dell. Skjáirnir eru einnig vottaðir nýjustu umhverfisstöðlum eins og EnergyStar® og TCO Certified Edge og eru EPEAT® Gold9 vottaðir. Dell er vottaður EPEAT Climate+ meistari.

Nýju skjáirnir hlutu nýsköpunarverðlaun á CES 2024  ráðstefnunni í Las Vegas - sem er stærsta og virtasta raftækjaráðstefna í heimi.

Væntanlegt til Advania

Sjáðu þessa frábæru skjái í vefverslun:

Dell UltraSharp 40 Curved Thunderbolt™ Hub Monitor (U4025QW)

Dell UltraSharp 34 Curved Thunderbolt™ Hub Monitor (U3425WE)

Sjá í vefverslun

Fleiri fréttir

Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.