Nú geta einstaklingar frá yfir 50 löndum í fyrsta sinn undirritað með fullgildri rafrænni undirskrft í Signet

20.03.2023

Fullgildar rafrænar undirritanir frá yfir 50 löndum í einni lausn

Notkun á rafrænum undirritunum hefur verið að færast í aukana undanfarin ár og meðvitund um mikilvægi þess að rafræn undirritun sé fullgildi skv. íslenskum lögum líka. Advania hefur verið leiðandi í þróun lausna fyrir rafræn skilríki á Íslandi og hjá Advania starfa margir af færustu öryggissérfræðingum landsins á sviði rafrænna skilríkja.

Á síðasta ári fór Advania af stað í að finna lausn til þess að erlendir aðilar geti undirritað með Signet. Það var mikil eftirspurn eftir slíkri lausn og við fengum reglulega fyrirspurnir frá okkar viðskiptavinum hvort hægt væri að senda skjöl í undirritun til erlendra aðila. Lausnin nýtist einnig Íslendingum sem eru staddir erlendis og geta ekki mætt í bankann eða annan afgreiðslustað Auðkennis til þess að fá íslensk rafræn skilríki.

Advania vildi bjóða upp á fullgildar rafrænar undirritanir en þá þurfa undirritendur að vera með fullgild rafræn skilríki frá vottuðum aðila. Líkt og að mæta í bankann og fá útgefin rafræn skilríki geta einstaklingar sótt sér skilríki í appi með þessari lausn. Í appinu þurfa einstaklingar að taka mynd af vegabréfinu sínu og fara í gegnum andlitsgreiningarferli með því að taka myndband af andliti sínu í símanum.

Signet tryggir að aðilar frá yfir 50 löndum geti auðkennt sig inn, sent skjöl í undirritun og undirritað skjöl með fullgildri rafrænni undirritun.

Undirritanirnar eru því fullgildar, byggðar á fullgildum rafrænum skilríkjum frá erlenda útgáfuaðilanum Evrotrust og er bæði fyrir einstaklinga innan og utan Evrópu.

Lausnin nýtist jafnframt fyrirtækjum með skrifstofur í fleiri löndum en á Íslandi þannig að ekki þarf mismunandi lausnir á milli landa. Lausnin er einföld í notkun og nýskráningarferlið hefur verið gert eins hnökralaust og mögulegt er.

Með því að bjóða upp á rafrænar undirritanir fyrir erlenda aðila geta fyrirtæki og einstaklingar leyst ýmis mál á fljótlegan og auðveldan hátt í stöðu gæti annars reynst hægara sagt en gert að leysa.

Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.