12.12.2024

Fullkomnar gagnageymslur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Þegar kemur að geymslu gagna þurfa lítil og meðalstór fyrirtæki afkastamiklar, áreiðanlegar og hagkvæmar gagnageymslur, ekki endilega einingar með fullt af eiginleikum sem aldrei verða notaðir.

Bjarki Guðmundsson
Söluráðgjafi - Innviðalausnir

Það er þarna sem Dell PowerVault ME5 kemur sterkt inn, sem ódýr og hagkvæmur kostur, án þess að það bitni á hraða, og er á verðbili sem hentar flestum sem eru að leita sér að SAN og/eða DAS diskastæðum.

Eitt af því sem gerir ME5 að hagkvæmum kosti er að allar uppfærslur á hugbúnaði eru innifaldar á meðan vélbúnaður er undir ábyrgðarsamning hjá DELL, hægt er að framlengja slíkum samning í allt að 10 ár. Hugbúnaðarleyfi eru „frame Based“ og virka óháð seinni tíma stækkun stæðu. Grunn uppsetning stæðu tekur aðeins um 15 mínútur.

Sveigjanleikinn, að byrja með HDD diska og bæta svo við SSD seinna til að auka afköst er mjög jákvætt atriði í ME5. Notendaviðmótið er auðvelt að skilja og stilla, og stækkunarmöguleikar geta verið allt að 8PB. Þessi heildarpakki gerir ME5 að frábærum valkosti fyrir SMB eða fjölda annarra notkunartilvika þar sem þörf er á ódýrri, fullbúinni, áreiðanlegri geymslu.

Helstu eiginleikar

  • ME5 styður Virtual Copy, Snapshots, Async Replication, 3way Tiering og READ cache
  • ME Storage Manager hugbúnaður til umsýslunar
  • VMware vCenter Plugin gerir stæðuna umsýslanlega úr vCenter
  • SRM Storage Replication Adapters Plugin,
  • Thin Provisioning
  • VEEAM Ready Repository
  • Styður Auto Tiering þar sem SSD og HDD er blandað saman í diskagrúppur

Tengimöguleikar:

  • 10Gb iSCSI BaseT 8 port
  • 25Gb iSCSI SFP+ 8 port
  • 12Gb SAS 8 port
  • 32Gb FC 8 port
  • 1Gb BaseT 2 port (Management Port)

Þjónustusamningar sem henta

Dell EMC ProSupport NBD er fyrirframgreiddur þjónustusamningur sem innifelur aðgengi að varahlutum ásamt aðgengi að þjónustugáttum Dell EMC á vefnum, í gegnum spjall eða með hringingu í íslenskt símanúmer (800 8137). Eigendur hafa þannig beint aðgengi að alþjóðlegum sérfræðingum í viðkomandi vöru. Ef bilun á sér stað munu þar til vottaðir sérfræðingar Advania aðstoða þig í krafti þessa samnings þér að kostnaðarlausu á samningstímanum.

Heyrðu endilega í okkur og förum yfir hvað hentar þér og þínu fyrirtæki - við erum alltaf til í spjall og kaffibolla.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.