Blogg - 10.12.2024 16:17:04

Fullkomnar gagnageymslur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Þegar kemur að geymslu gagna þurfa lítil og meðalstór fyrirtæki afkastamiklar, áreiðanlegar og hagkvæmar gagnageymslur, ekki endilega einingar með fullt af eiginleikum sem aldrei verða notaðir.

Bjarki Guðmundsson
Söluráðgjafi - Innviðalausnir

Það er þarna sem Dell PowerVault ME5 kemur sterkt inn, sem ódýr og hagkvæmur kostur, án þess að það bitni á hraða, og er á verðbili sem hentar flestum sem eru að leita sér að SAN og/eða DAS diskastæðum.

Eitt af því sem gerir ME5 að hagkvæmum kosti er að allar uppfærslur á hugbúnaði eru innifaldar á meðan vélbúnaður er undir ábyrgðarsamning hjá DELL, hægt er að framlengja slíkum samning í allt að 10 ár. Hugbúnaðarleyfi eru „frame Based“ og virka óháð seinni tíma stækkun stæðu. Grunn uppsetning stæðu tekur aðeins um 15 mínútur.

Sveigjanleikinn, að byrja með HDD diska og bæta svo við SSD seinna til að auka afköst er mjög jákvætt atriði í ME5. Notendaviðmótið er auðvelt að skilja og stilla, og stækkunarmöguleikar geta verið allt að 8PB. Þessi heildarpakki gerir ME5 að frábærum valkosti fyrir SMB eða fjölda annarra notkunartilvika þar sem þörf er á ódýrri, fullbúinni, áreiðanlegri geymslu.

Helstu eiginleikar

  • ME5 styður Virtual Copy, Snapshots, Async Replication, 3way Tiering og READ cache
  • ME Storage Manager hugbúnaður til umsýslunar
  • VMware vCenter Plugin gerir stæðuna umsýslanlega úr vCenter
  • SRM Storage Replication Adapters Plugin,
  • Thin Provisioning
  • VEEAM Ready Repository
  • Styður Auto Tiering þar sem SSD og HDD er blandað saman í diskagrúppur

Tengimöguleikar:

  • 10Gb iSCSI BaseT 8 port
  • 25Gb iSCSI SFP+ 8 port
  • 12Gb SAS 8 port
  • 32Gb FC 8 port
  • 1Gb BaseT 2 port (Management Port)

Þjónustusamningar sem henta

Dell EMC ProSupport NBD er fyrirframgreiddur þjónustusamningur sem innifelur aðgengi að varahlutum ásamt aðgengi að þjónustugáttum Dell EMC á vefnum, í gegnum spjall eða með hringingu í íslenskt símanúmer (800 8137). Eigendur hafa þannig beint aðgengi að alþjóðlegum sérfræðingum í viðkomandi vöru. Ef bilun á sér stað munu þar til vottaðir sérfræðingar Advania aðstoða þig í krafti þessa samnings þér að kostnaðarlausu á samningstímanum.

Heyrðu endilega í okkur og förum yfir hvað hentar þér og þínu fyrirtæki - við erum alltaf til í spjall og kaffibolla.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.