Fréttir - 5.9.2025 09:00:00
Fullt út úr dyrum á Haustráðstefnu Advania í Hörpu
Haustráðstefna Advania fór fram dagana 3. og 4. september. Fyrri ráðstefnudagurinn var vefdagskrá í beinni útsendingu sem opin var öllum. Seinni daginn fór aðaldagskráin fram í Hörpu en uppselt var á viðburðinn og færri komust að en vildu.
Áherslurnar í ár voru á gervigreind, netöryggi, sjálfbærni og nýsköpun. Yfir 30 fyrirlesarar komu fram á Haustráðstefnunni í ár og gáfu áhorfendum fullt af nýrri þekkingu og alvöru innblástur inn í haustið.
Einnig héldum við fjölda hliðarviðburða með okkar samstarfsaðilum, bæði í Hörpu og í Grósku. Samstarfsaðilar ráðstefnunnar í ár voru Dell Technologies og NVIDIA ásamt Microsoft, Oracle, Nanitor, CISCO og Verkada. Næsta Haustráðstefna Advania fer fram 9.-10. september 2026.
Hér fyrir neðan má sjá myndband sem fangar stemninguna í Hörpu.