Fullt út úr húsi á ráðstefnu um geðheilbrigði á vinnustað
Í tilefni af Alþjóðlegum degi geðheilbrigðis í dag, 10. október, stóðu Advania og Mental ráðgjöf fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Geðheilbrigði á vinnustað.
Ráðstefnan fór fram í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni og er hluti af vitundarvakningu um geðheilbrigði þessa vikuna þar sem sérstök áhersla er lögð á geðheilbrigði vinnustaðarins með fyrirlestrum og fræðslu. Fyrirtæki um allt land tóku þátt en ætlunin er að vekja svo um munar máls á mikilvægi þess að vinnustaðir hlúi að andlegri heilsu starfsfólks og stuðli að geðheilbrigðu vinnuumhverfi.
Ketill Berg Magnússon, Mannauðsstjóri Marel í N-Evrópu, ræddi um vinnuna sem geðrækt. Sigrún Ósk Jakobsdóttir, Mannauðsstjóri Advania, talaði um mikilvægi vinnustaðarmenningar þegar kemur að geðheilbrigði. Sindri Már Hannesson, Markaðsstjóri Tixly, sagði frá þeirra vegferð þegar kemur að geðheilbrigði á vinnustað og Sigurbjörg Sigurpálsdóttir og Sóley Kristjándóttir sögðu frá stuðnings- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar.
Helena Jónsdóttir, stofnandi Mental og forsprakki átaksins, lokaði ráðstefnunni og ræddi meðal annars um uppskrift að góðri geðheilsu og hvernig hægt er að viðhalda góðri geðheilsu á vinnustað. Að loknum erindum fyrirlesara fóru fram áhugaverðar pallborðsumræður um málefnið þar sem einnig var tekið við spurningum úr sal. Fundarstjóri ráðstefnunnar var Ásdís Eir Símonardóttir.
Upptökuna má sjá hér fyrir neðan.
Mental ráðgjöf stóð fyrir vitundarvakningunni þessa vikuna í samstarfi við Advania, Visku – stéttarfélag, Reykjavíkurborg, Tixly – tix.is, Tryggingastofnun og Mannauð – félag mannauðsfólks á Íslandi. Þessi ráðstefna er hluti af vitundarvakningu 7.-11. september um geðheilbrigði á vinnustöðum þar sem ætlunin er að vekja svo um munar máls á mikilvægi þess að vinnustaðir hlúi að andlegri heilsu starfsfólks og stuðli að geðheilbrigðu vinnuumhverfi.