- 27.10.2022 13:19:46

Hafsteinn í framkvæmdastjórn Advania

Hafsteinn Guðmundsson hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn Advania og leiðir nýtt svið fyrirtækisins sem annast þjónstu og ráðgjöf við innviði upplýsingatækninnar.

Hafsteinn Guðmundsson hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn Advania og leiðir nýtt svið fyrirtækisins sem annast þjónstu og ráðgjöf við innviði upplýsingatækninnar.

Hlutverk Hafsteins verður að styrkja sölu og þjónustu á innviðalausnum fyrirtæksins, svo sem afgreiðslukerfum, miðlægum búnaði, fjarfundabúnaði, hraðbönkum og notendabúnaði. Sérfræðingar sviðsins veita ráðgjöf og þjónustu við tækniinnviði frá mörgum af fremstu tæknifyrirtækjum heimsins, en meðal lykilsamstarfaðila Advania á þessu sviði eru Dell, Cisco og NCR.

Hafsteinn hefur starfað hjá Advania og forverum fyrirtækisins í yfir tvo áratugi, lengst af sem stjórnandi á sviði sölumála. Frá árinu 2018 hefur hann gegnt starfi forstöðumanns á rekstrarlausnasviði og hefur leitt sölu og vörustýringu.

„Þessar breytingar á skipulagi Advania eru hugsaðar til að efla sölu og þjónustu á vélbúnaði og hugbúnaði sem íslenskt atvinnulíf reiðir sig sífellt meira á. Með þessu viljum við styrkja samstarf við okkar helstu birgja og tryggja viðskiptavinum okkar lausnir á hagstæðum kjörum. Hafsteinn hefur öðlast mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði og það er fengur að fá hann til að leiða framþróun þessa nýja sviðs,” segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

,,Ég er mjög ánægður með að vera treyst fyrir því að leiða þetta verkefni með öflugum hópi sérfræðinga. Við setjum aukinn fókus á samstarf við marga af stærstu framleiðendum upplýsingatæknilausna í heiminum. Þannig fá viðskiptavinir okkar greiðara og hagkvæmara aðgengi að framúrskarandi lausnum,” segir Hafsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri innviðalausna Advania.

Framkvæmdastjórn Advania skipa nú þau Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Jón Brynjar Ólafsson, Heimir Fannar Gunnlaugsson, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ámundadóttir, Hinrik Sigurður Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Ægir Már Þórisson forstjóri fyrirtækisins.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.