17.01.2023

Háskólinn í Reykjavík notar 50skills

Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, segir okkur hvernig 50skills hjálpar til við hið stóra verk að ráða inn nýtt starfsfólk.

Í myndbandinu segir Ester:

Við vildum samræma ráðningarnar og ráðningarferlið í heild sinni. Það eru mjög margir sem koma að ráðningunum, bæði starfsfólk, stjórnendur og svo líka ytri aðilar. Við erum hvað, 3700 nemendur og starfsfólkið okkar er 300. Við erum með 350 verktaka, 100 doktorsnema, þannig þetta er stórt háskólasamfélag.

Ástæðan fyrir að við völdum 50skills í upphafi er að við vorum að leita að tóli sem í rauninni er einfalt og með gott viðmót fyrir umsækjendur. Að það sé einfalt og skýrt og tekur ekki langan tíma að sækja um, en að sama skapi einfalt og skýrt fyrir þá aðila sem eru að vinna með umsóknirnar. Sem eru talsvert margir í HR.

Við þurftum að samræma í raun verkferla í ráðningum frá A til Ö. Stór ávinningur við þetta kerfi að það er í rauninni þessi sjálfvirknivæðing hvernig gögnin flæða frá því að umsækjandinn fyllir út onboarding form og allar þær upplýsingar sem hann þarf að gefa á þessu stigi, á meðan stjórnandinn fyllir út sinn helming af ráðningarsamningnum og þær upplýsingar í leiðinni sem þarf að fara inn í öll kerfi, að þá í rauninni ákváðum við að taka innleiðingaferlið bara alla leið.

Allar þessar upplýsingar, þær í rauninni flæða allar á rétta staði. Þannig það þarf í rauninni bara að pikka einu sinni inn. Ekki tvisvar-þrisvar-fjórum sinnum, eins og kannski var áður, heldur fara allar upplýsingarnar allar inn í launakerfið og inn í starfsmannakerfið. Eftir að við tókum upp 50skills þá hefur í raun ráðningarferlið styst að því leiti að það er miklu skýrara og það er ein samfella.

Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.