Sögur frá viðskiptavinum - 17.1.2023 12:30:06

Háskólinn í Reykjavík notar 50skills

Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, segir okkur hvernig 50skills hjálpar til við hið stóra verk að ráða inn nýtt starfsfólk.

Í myndbandinu segir Ester:

Við vildum samræma ráðningarnar og ráðningarferlið í heild sinni. Það eru mjög margir sem koma að ráðningunum, bæði starfsfólk, stjórnendur og svo líka ytri aðilar. Við erum hvað, 3700 nemendur og starfsfólkið okkar er 300. Við erum með 350 verktaka, 100 doktorsnema, þannig þetta er stórt háskólasamfélag.

Ástæðan fyrir að við völdum 50skills í upphafi er að við vorum að leita að tóli sem í rauninni er einfalt og með gott viðmót fyrir umsækjendur. Að það sé einfalt og skýrt og tekur ekki langan tíma að sækja um, en að sama skapi einfalt og skýrt fyrir þá aðila sem eru að vinna með umsóknirnar. Sem eru talsvert margir í HR.

Við þurftum að samræma í raun verkferla í ráðningum frá A til Ö. Stór ávinningur við þetta kerfi að það er í rauninni þessi sjálfvirknivæðing hvernig gögnin flæða frá því að umsækjandinn fyllir út onboarding form og allar þær upplýsingar sem hann þarf að gefa á þessu stigi, á meðan stjórnandinn fyllir út sinn helming af ráðningarsamningnum og þær upplýsingar í leiðinni sem þarf að fara inn í öll kerfi, að þá í rauninni ákváðum við að taka innleiðingaferlið bara alla leið.

Allar þessar upplýsingar, þær í rauninni flæða allar á rétta staði. Þannig það þarf í rauninni bara að pikka einu sinni inn. Ekki tvisvar-þrisvar-fjórum sinnum, eins og kannski var áður, heldur fara allar upplýsingarnar allar inn í launakerfið og inn í starfsmannakerfið. Eftir að við tókum upp 50skills þá hefur í raun ráðningarferlið styst að því leiti að það er miklu skýrara og það er ein samfella.

Fleiri fréttir

Blogg
15.01.2026
Gervigreind hefur á undanförnum misserum orðið órjúfanlegur hluti af daglegu vinnuflæði á flestum vinnustöðum. Starfsmenn nýta alls konar tól til að auka afköst, skrifa texta, greina gögn og búa til efni – oft án þess að hugsa sig tvisvar um. Þetta getur verið frábært, því rétt notuð getur gervigreind hjálpað fólki að blómstra í starfi!
Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.