06.09.2024
Horft til baka yfir 30 ára sögu Haustráðstefnunnar
Þrítugasta Haustráðstefna Advania fór fram dagana 4. og 5. september. Í tilefni af afmæli ráðstefnunnar litum við í baksýnisspegilinn.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania
Fyrsta Haustráðstefnan var haldin í september árið 1994 undir nafninu Haustráðstefna Teymis. Þá var þetta viðburður með 40 til 50 gestum en í dag er ráðstefnan haldin fyrir fullu Silfurbergi í Hörpu og færri komast að en vilja.
Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband um sögu viðburðarins, sem spilað var á undan aðaldagskrá ráðstefnunnar í Hörpu.